Í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, GSM-númer, netfang, stéttarfélag (ef um það er að ræða).
Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er námsmaður minntur á námskeiðið með sms og/eða tölvupósti.
Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði og fá skírteini.
Hver kennslustund er 60 mínútur nema annað sé tekið fram.
Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.