Snjalltækjanámskeið fyrir eldri borgara

Fræðslunetið býður upp á tvö námskeið fyrir eldri borgara sem vilja bæta færni sína í notkun snjalltækja. Á öðru námskeiðinu er áhersla á Apple tæki, á hinu á Android tæki.

Á báðum námskeiðum verður lögð áhersla á hagnýta notkun snjalltækja og netþjónustu, m.a.:

  • Hvernig nálgast og kaupa þjónustu og afþreyingu á netinu

  • Setja upp og fjarlægja smáforrit

  • Samskipti við hið opinbera á island.is

  • Einföld og örugg samskipti við vini og vandamenn á netinu

  • Mikilvægi góðra lykilorða og tveggja þátta auðkennis

  • Örugg notkun rafrænna skilríkja

  • Hvernig forðast á netveiðar í tölvupóstum og sms

  • Kynning á gervigreind og hvernig hún nýtist í daglegu lífi

Námskeiðin henta eldri borgurum sem vilja efla færni sína í stafrænum samskiptum og daglegri notkun snjalltækja.


Snjalltækjanámskeið (Apple) fyrir eldri borgara

  • Kennsludagar: 13. og 16. október 2025, kl. 10:00–12:30

  • Staðsetning: Birgisstofa á Sólheimum

  • Fjöldi: 10–12 þátttakendur

  • Verð: 24.000 kr. á mann


Snjalltækjanámskeið (Android) fyrir eldri borgara

  • Kennsludagar: 20. og 21. október 2025, kl. 10:00–12:30

  • Staðsetning: Birgisstofa á Sólheimum

  • Fjöldi: 10–12 þátttakendur

  • Verð: 24.000 kr. á mann

Skráning á Apple námskeið

Skráning á Android námskeið