Um síðustu áramót var komið að starfslokum hjá Sólveigu Kristinsdóttur og Steinunni Ó. Kolbeinsdóttur hjá Fræðslunetinu. Þær stöllur voru með fyrstu starfsmönnum Fræðslunetsins og höfðu því starfað þar í um tvo áratugi. Sólveig sem náms- og starfsráðgjafi og Steinunn sem verkefnastjóri. Þær áttu báðar með störfum sínum mikinn þátt í því að byggja upp og þróa starfsemi Fræðslunetsins.
Í kaffisamsæti hjá Fræðslunetinu þann 26. febrúar voru þær kvaddar formlega og þeim þakkað fyrir farsæl og góð störf í þágu fullorðinsfræðslu á Suðurlandi.