Fræðslunetið er þjónustustofnun og sérsvið þess er fullorðinsfræðsla. Sérstaða Fræðslunetsins markast að öðru leyti af
Fræðslunet Suðurlands var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Nafni þess var breytt í Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi árið 2013.
Meginmarkmið stofnunarinnar, skv. stofnskrá hennar, er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu.
Við Fræðslunetið starfa nú tólf starfsmenn. Aðalstarfsstöð Fræðslunetsins er í Fjölheimum Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þar er skrifstofa þess og kennslustofur. Einnig er starfsstöð á Hvolsvelli að Vallarbraut 16, og í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Námskeið Fræðslunetsins skiptast í megin dráttum þannig: