INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Stefnumörkun Fræðslunetsins (frá 2010)

Einkunnarorð: lærum allt lífið

1. Gildi
 • Sveigjanleiki
 • Fagmennska
 • Jafnræði
 • Traust
2. Hlutverk FnS
 • auðvelda aðgengi íbúa fjórðungins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu
 • sinna fræðsluþörfum fullorðinna sem ekki sækja nám í formlega skólakerfinu
 • sinna sí- og endurmenntun háskólamenntaðs fólks í samvinnu við Háskólafélag Suðurlands
 • veita fullorðnu fólki náms- og starfsráðgjöf
 • leggja áherslu á samstarf atvinnulífs og skóla og tengsl grunn- og endurmenntunar
 • nýta bestu fáanlega fjarkennslustækni hverju sinn
 • styðja við rannsóknir og vísindaiðkun á Suðurlandi eftir því sem aðstæður leyfa
 • hafa samstarf við aðra sem sinna sí- og endurmenntun
 • stuðla að eflingu mannauðs á Suðurlandi
3. Skyldur við samfélagið eru að
 • tryggja fjölbreytt námsframboð
 • bregðast fljótt við ólíkum þörfum samfélagsins fyrir nám og þjálfun
 • gera fólki kleift að sækja sér fræðslu alla ævi
 • fylgjast með nýjungum í fullorðinsfræðslu og nota sem fjölbreytilegastar aðferðir við miðlun fræðslunnar
 • að veita sem besta þjónustu og ráðgjöf á öllu starfssvæði Fræðslunetsins
 • innleiða breyttar skyldur í framtíðinni eftir því sem aðstæður leyfa
 • leggja áherslu á að höfða/ná til þeirra sem minnsta menntun hafa
 • hafa samstarf við fyrirtæki, stofnanir og félög um fræðslu og þjálfun, s.s. að greina fræðsluþörf þeirra
 • ráða hverju sinni hæfustu kennara og leiðbeinendur sem völ er á
 • kynna starfsemi Fræðslunetsins með bæklingum, í námsvísi, á heimasíðu og með kynningum í fyrirtækjum, stofnunum og félögum
 • hafa virkt samstarf við aðra sem sinna fullorðinsfræðslu
4. Ytri og innri samskipti
 • starfsmenn kappkosti þjónustulipurð við alla sem eiga erindi við Fræðslunetið
 • öll erindi séu afgreidd fljótt og vel
 • starfsmenn sýni viðskiptavinum trúnað og virðingu
 • til sé starfsmannahandbók með starfslýsingum, upplýsingum um starfsmenn og vinnutíma, um Fræðslunetið sjálft og stjórn þess
 • leita eftir samstarfi við ýmsa fagaðila um námskeiðahald með utanumhaldi, s.s. auglýsingum á þjónustu þeirra í námsvísi, innheimtu     námskeiðsgjalda, úgáfu viðurkenningarskjala o.fl.
 • allir starfsmenn Fræðslunetsins leggi rækt við góð og gefandi samskipti og stuðli þannig að góðum vinnuanda
 • starfsmenn sinni þátttakendum á námskeiðum vel og greiði götu þeirra eins og nokkur kostur er
 • halda starfsmannafundi reglulega
 • hafa regluleg samskipti stjórnar og starfsmanna
 • stjórn og starfsfólk hittist a.m.k. einu sinni á ári þar sem fram fari hugmyndavinna um starfið á næsta skólaári
 • ætíð séu til starfslýsingar fyrir öll störf og þær lagaðar að breyttum tímum og nýjum kröfum
 • starfsmenn sýni hver öðrum trúnað og virðingu
5. Vinnustaðurinn – aðstaða og starfsfólk
 • að tryggja eins og kostur er við núverandi aðstæður góðan aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað
 • að leysa úr húsnæðismálum Fræðslunetsins þannig að starfsmenn verði allir undir einu þaki og hver hafi sína vinnustöð
 • að námsumhverfi henti fullorðnu fólki, s.s. kennslustofur og húsgögn og annar aðbúnaður
 • að starfsmenn geti sinnt þekkingaröflun og endurmenntun til að vaxa í starfi
 • starfsmenn eigi þess kost eftir atvikum að sækja námskeið sem Fræðslunetið heldur
 • starfsmenn séu sér ætíð meðvitandi um sameiginlega ábyrgð á faglegri frammistöðu Fræðslunetsins sem og fjárhagslegri afkomu
6. Sérstaða

Fræðslunetið er þjónustustofnun og sérsvið þess er fullorðinsfræðsla. Sérstaða Fræðslunetsins markast að öðru leyti af

 • sveigjanleika
 • skjótri og öruggri þjónustu
 • kennslu víðsvegar á Suðurlandi
 • víðtækum samskiptum við þá sem láta sig fullorðinsfræðslu varða

Skipulagsskrá Fræðslunetsins

Fræðslunet Suðurlands var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Nafni þess var breytt í Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi árið 2013.

Meginmarkmið stofnunarinnar, skv. stofnskrá hennar, er að efla aðgengi íbúa fjórðungsins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu.
Við Fræðslunetið starfa nú tólf starfsmenn. Aðalstarfsstöð Fræðslunetsins er í Fjölheimum Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þar er skrifstofa þess og kennslustofur. Einnig er starfsstöð á Hvolsvelli að Vallarbraut 16, í Kötlusetri í Vík og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri og í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Námskeið Fræðslunetsins skiptast í megin dráttum þannig:

 • Námsbrautir FA, einkum ætluð þeim sem litla formlega menntun hafa.
 • Sérsniðin námskeið sem haldin eru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagsamtök.
 • Íslenskunámskeið fyrir útlendinga.
 • Námskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir fatlað fólk.
 • Námskeið fyrir almenning.
Gerðar greiningar á fræðsluþörfum fyrirtækja og stofnana samkvæmt sérstökum samningum þar um.