INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Styrkir starfsmenntasjóða

Félagsfólk stéttarfélaga á Íslandi á rétt á starfsmenntastyrkjum. Þeir geta verið vegna starfsnáms, tómstundanáms og ferðakostaðar vegna náms/námskeiða eða ráðstefna. Hver starfsmenntasjóður hefur sínar reglur um styrki og oftast er hægt að sækja um rafrænt. Bæði atvinnurekendur og einstaklingar greiða í starfsmenntasjóðina og geta báðir aðilar sótt í sjóðina. Ef atvinnurekandi sækir um námsstyrki fyrir sitt starfsfólk skerðist réttur einstaklinga til styrkja ekki. Fyrirtæki á almennun vinnumarkaði geta sótt um styrki á Áttinni. Þar má einnig finna upplýsingar um Fræðslustjóra að láni. Verkefnið byggist á að mannauðsráðgjafi fer inní fyrirtækið og greinir m.a. fræðsluþarfir fyrirtækisins. Fræðslunetið hefur mikla reynslu í slíkri vinnu. 

Hér má nálgast tengla á flesta starfsmenntasjóði sem Sunnlendingar eiga rétt hjá.