INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Frá afhendingu styrksins, Sólrún Auðbertsdóttir, herra Ólafur Ragnar Grímsson og Jónas Guðnason

Styrkur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands var afhentur á hátíðarfundi Fræðslunetsins í hátíðarsal FSu þann 10. janúar sl. Styrkinn hlutu þau: Jónas Guðnason fyrir doktorsverkefnið “Gosrásarferlar í litlum til miðlungs stórum lág-Plínískum og Plínískum Heklu gosum” og Sólrún Auðbertsdóttir fyrir mastersverkefið “Þjónandi forysta og vettvangsstjórnun viðbragðsaðila við eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010”.

Við sama tækifæri voru menntaverðlaun Suðurlands afhent Heklukoti, leikskólanum á Hellu. Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti styrkinn og verðlaunin að venju.