Search
Close this search box.

Námið hefst þriðjudaginn 20. september kl. 17.30 í Fjölheimum á Selfossi. Umsóknarfrestur rann út 3. september.

Markmið: Að búa námsmenn undir svæðisbundna ferðaleiðsögn á Suðurlandi.
Námið er: 23 eininga nám sem skiptist á tvær annir og samanstendur af kjarnagreinum (17 einingar) og svæðisbundinni leiðsögn (6 einingar). Áætlað er að námið hefjist í september 2016 og ljúki í maí 2017.
Inntökuskilyrði: Námsmenn þurfa að vera 21 árs við upphaf náms, hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám eða reynslu að baki.  Gott vald á einu erlendu tungumáli er nauðsynlegt.
Fyrirkomulag:  Kennt verður 1-2 kvöld í viku og auk vettvangs- og æfingaferða. Námið verður að miklum hluta í fjarkennslu.
Ávinningur: Námið er matshæft inní Leiðsöguskóla MK og veitir svæðisbundin leiðsöguréttindi.

Skoða áfangalýsingar

Smelltu hér til að skoða nánar.

Athugið: Hægt verður að taka einstaka áfanga sem verða metnir af MK og kostar hver eining 14.000.-