Sólveig R. Kristinsdóttir | Eydís Katla Guðmundsdóttir | Sandra D. Gunnarsdóttir |
Sandra D. Gunnarsdóttir, Sólveig Kristinsdóttir og Eydís Katla Guðmundsdóttir eru náms- og starfsráðgjafar Fræðslunetsins. Þjónusta þeirra er án endurgjalds fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar.
Viðtalspantanir eru í síma 560 2030. Einnig er hægt að hafa samband með netpósti sandra[hjá]fraedslunet.is solveig[hjá]fraedslunet.is eða eydis[hjá]fraedslunet.is
Ráðgjafarnir eru með aðsetur í Fjölheimum Tryggvagötu 13 á Selfossi. Þær fara einnig reglulega á aðrar starfsstöðvar Fræðslunetsins á Hvolsvelli, Vík og Höfn og víðar sé eftir því óskað.
Hafðu samband við ráðgjafana og kannaðu möguleika á námi og námskeiðum á vegum Fræðslunetsins. Kannaðu líka möguleika á öðru námi.
Hefur þú áhuga á að:
- Auka möguleika þína í starfi og á vinnumarkaði?
- Bæta við þig þekkingu?
- Skoða námsmöguleika?
- Setja þér markmið í námi og starfi?
- Fá aðstoð við að takast á við hindranir í námi?
- Fá leiðsögn um árangursrík vinnubrögð í námi og starfi?
- Rækta sjálfan þig?
- Fara í áhugasviðsgreiningu?
Með því að ræða við náms- og starfsráðgjafa getur þú:
- Fengið upplýsingar um nám og störf.
- Fengið aðstoð við að kanna áhugasvið þitt og færni.
- Fengið aðstoð við að setja þér raunhæf markmið.
- Fengið upplýsingar um styrki.
Náms- starfsráðgjafi vinnur samkvæmt siðareglum félags náms- og starfsráðgjafa og er bundinn trúnaði um málefni ráðþega.