Tveir styrkhafanna ásamt forseta Íslands.
Á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var 29. janúar voru styrkir vísindasjóðs afhentir að venju. Að þessu sinni hlutu þrír aðilar styrk en alls bárust 13 umsóknir um styrkinn.
Til úthlutunar voru 1.200.000 kr og voru styrkhafar þessir:
- Anna Katarzyna Wozniszka, verkefni: Immigrant educational/vocational situations in South Iceland: 600.000 kr
- Guðmundur Örn Sigurðsson, verkefni: Jarðskjálftagreining og hönnun á vindmyllum og vindmyllugarði á Suðurlandi: 300.000 kr
- W.M. Moreland, verkefni: Eruption styles of the the AD 934–40 Eldgjá eruption: The hazards and environmental impacts: 300.000 kr
Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti styrkinn og við sama tækifæri veitti SASS menntaverðlaun Suðurlands. Þau hlaut verkefnið Njálurefillinn og tók Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir við þeirri viðurkenningu fyrir hönd Njálurefilsins.
Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir tekur við menntaverðlaunum Suðurlands.