Þann 12. janúar fór fram hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands fyrir árið 2022. Fundurinn var nú, í fyrsta skipti eftir Covid, haldinn með hefðbundnum hætti í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meginefni fundarins var að úthluta styrkjum til rannsóknarstarfs á Suðurlandi. Umsækjendur um styrki voru fimm þetta árið og voru þrír þeirra styrktir um samtals 1.600.000 kr. Það var Sveinn Aðalsteinsson sem kynnti niðurstöður stjórnar sjóðsins og forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti styrkina.
Fræðslunetið óskar styrkþegum innilega til hamingju með styrkina og þakkar öllum þeim fjölmörgu bakhjörlum á Suðurlandi sem standa að sjóðnum fyrir stuðninginn í gegnum árin.
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579
Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun þeirra.