INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Tónlist, leiklist og hreyfing

Vinsamlegast skrunið niður síðuna til að sjá öll námskeið sem í boði eru í þessu flokki. Smelltu á myndina til að skrá þig á námskeið. Þátttakendur fá bréf sent heim í pósti með tímasetningu á námskeiðinu.

Heilbrigðari lífsstíll

Á námskeiðinu verður farið í mataræði og hvernig hægt er að hugsa jákvætt um matinn sem við borðum. Skoðað er af hverju sumt er hollara en annað og af hverju við þurfum að hugsa um hvað við borðum og hversu mikið við borðum. Einnig verður rætt um hreyfingu, hvernig hreyfing er góð og hvað þarf að varast. Heimsóttar verða líkamsræktastöðvar þar sem hægt er að stunda æfingar en einnig verða kynntar léttar æfingar í sal í húsi Fjölheima. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 17.000 kr.

Heilbrigðari lífsstíll fyrir lengra komna

Á námskeiðinu verður farið í markmiðasetningu þar sem við lærum að setja okkur skýr markmið. Rætt verður hvað þarf að gera til að ná markmiðunum og hvað getur haft áhrif á að við náum markmiðunum. Skoðað er hvernig hreyfing hentar hverjum og einum og af hverju mikilvægt er að hita upp og teygja. Farið verður nánar í fæðuhringinn og orkuefnin skoðuð. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 17.000 kr.

Hugmyndir að hreyfingu

Á námskeiðinu verða kenndar léttar upphitanir og teyju æfingar. Skoðað verður hver er munurinn á mismunandi æfingum og leiðum til að komast í betra líkamlegt form. Skoðað hvernig hægt er að hreyfa sig á skemmtilegan hátt án líkamsræktarstöðva en einnig er tækjasalur og hóptímar heimsóttir. Markmiðið er að kynnast nýjum og spennandi leiðum til að auka hreyfinguna og bæta heilsuna. Kennt er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals 16 kennslustundir.

Verð: 12.200 kr.

Léttar líkamsæfingar og Yoga Nidra

Farið verður í léttar styrktaræfingar og yogastöður í tímanum. Í seinnihluta tímans verður farið í hvíld og hugur í kyrrð þar sem þátttakendur liggja á dýnu, á kodda og með teppi.

  • Örvar flæði til vöðva og vefja líkamans
  • Eykur liðleika líkamans
  • Skapar jafnvægi í líkamanum og losar um streitu
  • Bætir svefninn og kemur ró á huga

Þátttakendur mæti í þægilegum fötum/íþróttafötum

Kennt er einu sinni í viku í 10 vikur, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 11.600 kr.

Skynjun, virkni og vellíðan með tónlist

Þetta námskeið er ætlað fólki sem hefur þörf fyrir stuðning til virkni, tjáskipta og félagslegra tengsla. Markmiðin eru meðal annars að auka virkni og áhuga, að gera eitthvað skemmtilegt með öðrum og að þátttakendur nái slökun og vellíðan. Unnið er að miklu leyti með tónlist, umhverfisstjórnun, rofa og tölvu. Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti, samtals 20 kennslustundir.

Verð: 15.000 kr.

Yoga

Á námskeiðinu verða kenndar grunnstöður í yoga og æfingar sem styrkja líkamann. Farið verður í einfaldar öndunaræfingar og slökun í lok tíma.  Kennt er einu sinni í viku í 10 skipti og er námskeiðið klukkutími í senn, samtals 15 kennslustundir.

Verð: 13.500 kr.

Leikræn tjáning

Unnið er með framkomu, sjálfstraust og samvinnu í formi leikrænnar tjáningar.
Áhersla er lögð á að efla frumkvæði og tjáningarþor. Kenn er einu sinni í viku í 8 skipti, samtals.
16 kennslustundir.

Verð: 15.500 kr.