Search
Close this search box.

verdlaunahafar

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar ásamt styrkhöfum þeim Sólveigu og Brynju og Sveini Aðalsteinssyni formanni Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands.

Tvær konur, þær Sólveig þorvaldsdóttir og Brynja Hrafnskelsdóttir hlutu styrk Vísindasjóðs Suðurlands fyrir árið 2011. Um er að ræða doktorsverkefni í báðum tilvikum. Verkefni Sólveigar fjallar um  áhrif eldgosa á atvinnugreinar og verkefni Brynju um skordýrabeit í landgræðsluskógum og lúpínubreiðum. Styrkurinn var afhentur á hátíðarfundi Fræðslunetsins sem haldinn var þriðjudaginn 24. janúar sl. Það var forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti styrkina að upphæð 500.000 kr. hvor.