Search
Close this search box.

2511utskr

Nemendur úr námi og þjálfun ásamt Þóru sem var þeirra aðalkennari og Ásmundi framkvæmdastjóra FnS

2511gutskr

Nemendur úr Grunnmenntaskólanum ásamt kennurum og Ásmundi

Það eru alltaf gleðileg tímamót á Fræðslunetinu þegar útskrifaðir eru hópar nemenda sem lokið hafa löngum námskeiðum. Á fimmtudag voru tveir hópar útskrifaðir úr 300 stunda löngu námi. Annars vegar útskrifuðust 15 nemendur ú Grunnmenntaskóla og hins vegar 11 nemendur úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum. Allir þessir nemendur hafa stundað nám á morgnana alla virka daga frá því í um miðjan september. Nokkrir þeirra munu halda áfram í námi hjá Fræðslunetinu eftir áramót en aðrir hverfa á vit nýrra ævintýra. Báðar þessar námsleiðir leggja áherslu á nám í bóklegum greinum, s.s. íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku auk upplýsingatækni.  Er þetta góður undirbúningur undir frekara nám, eða til að efla færni og þekkingu þátttakenda þó þeir hyggi ekki á frekara nám.