INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.
Eyjólfur Sturlaugsson, Áróra Ásgeirsdóttir og Sigurður Sigursveinsson við undirritun umhverfisstefnu fyrir Fjölheima.

Þann 22. mars undirrituðu framkvæmdastjórar Fræðslunetsins og Háskólafélagsins umhverfisstefnu fyrir hönd Fjölheima.  Með því að skjalfesta viljayfirlýsingu um að fylgja markmiðum umhverfisstefnunnar sýna Fjölheimar samfélagslega ábyrgð og fordæmi þegar kemur að verndun auðlinda.   Umhverfisstefnan er unnin af ráðgjafaþjónustunni Gæðaflokkun, sem er í eigu Áróru Ásgeirsdóttur.

Það var fyrir rúmu ári sem Áróra hóf  vinnu við að breyta skipulagi úrgangsmála í Fjölheimum.  Hún setti upp flokkunarstöðvar, hélt kynningarfund og setti upp leiðbeiningar svo að gæðaflokkun gæti átt sér stað.  Frá því í maí 2015 hefur starfsfólk Fjölheima unnið samkvæmt viðmiðum stefnunnar og flokkað allt sorp sem fellur til og skoðað tölulegar upplýsingar frá aðilum í sorphirðu til aðhalds og samanburðar.

Umhverfisstefna Fjölheima verður endurnýjuð að ári eftir að regluleg upprifjun og fræðsla hefur farið fram af Gæðaflokkun ráðgjafaþjónustu.  Þannig mun samfélagið í Fjölheimum haldið áfram að þroska stöðugt með sér aukna vitund fyrir umhverfi sínu.