INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.
Athugið að Fræðslunetið er lokað vegna sumarleyfa 1. júlí – 6. ágúst.

Í vetur hefur Fagnámskeið leikskóla verðið kennt í samstarfi fjögurra símenntuarmiðstöðva sem fengu styrk úr Þróunarsjóði Framhaldsfræðslunnar. Það voru Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Fræðsluneti Suðurlands og Farskólanum – miðstöð símenntunar á Norðurlandi sem sóttu um styrk til að kenna námsbrautina með fjarnámssniði.

 

leik1

 Ánægðar í föndrinu

Námsmenn sátu á þremur stöðum á Suðurlandi, þ.e. Flúðum (1 námsmaður), Hvolsvelli (tveir)  og Selfossi (sex). Alls luku 9 nemendur náminu frá Fræðslunetinu en í heildina var hópurinn 29 talsins, allt konur en meðalaldur hópsins var um 34 ár. Yngsti þátttakandi var 21 árs og elsti 56 ára. Allar konurnar eru starfsmenn leikskóla fyrir utan eina. 

Öll kennsla fór fram í gegnum fjarfundabúnað og skiptu stöðvarnar með sér útsendingu. Móttökustaðir (námsver) voru alls tíu: Reykjanesbær, Ísafjörður, Blönduós, Sauðárkrókur, Selfoss, Hvolsvöllur, Flúðir, Reykhólar, Hólmavík og Patreksfjörður. Fjarfundir (útsendingar) voru teknir upp á eMission upptökuhugbúnað. Allt efni var vistað á kennslukerfinu Moodle. 

Fagnámskeiðinu lauk með útskrift sunnudaginn 17. mars en þá helgi var staðlota á Laugum í Sælingsdal þar sem hópurinn var í listastarfi með Ástu Þórisdóttur listakonu. 

Námið var alls 210 stundir og námsþættir 22. Alls kenndu 15 leiðbeinendur. 

leik2 

Klippa og líma

leik4

Pappírsgerð

leik5

Útskrift

leik3

Pappírsgerð

Skoða fleiri myndir