Search
Close this search box.

skrst

Tímamót voru í starfsemi Fræðslunetsins þann 16. apríl sl. þegar í fyrsta sinn var útskrifað úr Skrifstofuskóla. Það voru 15 nemendur sem hófu nám í skólanum í byrjun árs og 14 útskrifuðust. Allt voru það konur.  Námið er alls er námið 240 stundir og samanstendur af eftirfarandi námsþáttum: Sjálfsstyrking og samskipti, námstækni, tölvu- og upplýsingaleikni,  verslunarreikningur og bókhald, þjónusta, enska Færnimappa

Í framhaldinu er að hefjast raunfærnimat í skrifstofugreinum og mun hluti hópsins fara í matið.

Á útskriftina komu nokkrir góðir gestir, s.s. fulltrúar VMST og Virk og fulltrúar Verslunarmannafélags Suðurlands,  þeir Guðmundur Gils Einarsson og Þór Hreinsson sem færðu námskonunum forláta handgerða penna að gjöf af þessu tilefni. Í máli Söndru D. Gunnarsdóttur, verkefnastjóra Fræðslunetsins kom fram að Fræðslunetið hefur átt mjög gott samstarf við þessa aðila í sambandi við undirbúning og framkvæmd námskeiðsins og lýstu þessir aðilar yfir mikilli ánægju með námið.

Skoða fleiri myndir frá útskriftinni.