Search
Close this search box.

utskrift

Frá útskriftinni á námskeiðinu Leiðsögn á jarðvangi. Hannes Stefánsson útskrifar.

Laugardaginn 16. apríl lauk einkar vel heppnuðu námskeiði í leiðsögn á Kötlu jarðvangi. 37 þátttakendur voru á námskeiðinu en umsjónarmaður þess var Hannes Stefánsson leiðsögumaður og framhaldsskólakennari . Alls voru 9 fyrirlesarar á námskeiðinu, margir þeirra landsþekktir fræðimenn á sínu sviði.

Á fyrsta degi námskeiðsins sýndi Þórður Tómasson söfnin í Skógum, en á síðasta degi þess tóku hjónin á Þorvaldseyri, Ólafur og Guðný, á móti hópnum í hinni nýju og glæsilegu sýningaraðstöðu á Þorvaldseyri þar sem gosunum í fyrra eru gerð góð skil ásamt búskaparsögu bæjarins. Í ítarlegu námskeiðsmati kom fram mikil ánægja þátttakenda með námskeiðið. M.a. voru þeir beðnir að gefa námskeiðinu í heild einkunn. Hæsta einkunn var 10, lægsta einkunn 7 en meðaleinkunn 8,6. Þá kom fram mikill áhugi á ítarlegra námskeiði í svæðisleiðsögn.

Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurlands stóðu saman að námskeiðinu og var það styrkt af Starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytisins. Fyrirlestrarnir fóru fram í Glaðheimum á Selfossi, þangað mættu yfirleitt um 12 þátttakendur, en fjarfundarbúnaður Háskólafélagsins var nýttur til þess að 11 þátttakendur á Hvolsvelli gætu einnig fylgst með og tekið þátt, 7 í Vík og aðrir 7 á Kirkjubæjarklaustri. Mikil ánægja reyndist vera með þetta fyrirkomulag. (Sótt af http://HFSu sjá einnig myndir frá útskrift)