Nemendur úr skrifstofuskóla.

Fræðslunetið var með útskrift á Hótel Selfossi fimmtudaginn 1. júní. Þetta var fjölmenn útskrift, en nokkuð á annað hundrað manns mættu. Útskriftarnemar voru 94, útskrifað var af 8 námsbrautum og úr tvenns konar raunfærnimati. Námsbrautirnar, sem eru viðurkenndar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu eru: Skrifstofuskólinn, Menntastoðir, Grunnmenntaskólinn, Félagsliðabrú, Leikskólaliðabrú og Skref til sjálfhjálpar. 18 námsmenn luku námi í Svæðisleiðsögn sem var haldið í samvinnu við MK og 6 af Listnámsbraut fyrir fatlað fólk. Raunfærnimat var haldið í almennri starfshæfni og húsasmíði og voru 16 útskrifaðir.  

30. maí var haldin útskrift á Höfn. Þar útskrifuðust 9 úr Grunnmenntaskóla, 11 útskrifuðust úr verslunarfulltrúarnámi og er það í fyrsta sinn á landsvísu sem nemendur eru útskrifaðir af þeirri námsbraut. Þá voru 3 sem útskrifuðust úr raunfærnimati í húsasmíði. Sjá frétt á heimasíðu VR um verslunarfulltrúa.

Við erum afskaplega stolt af námsmönnunum okkar og þeim góða árangri sem þeir hafa náð og óskum þeim hjartanlega til hamingju.