INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

thjonustulidar

Námsbrautinni Þjónusutliðar sem kennd hefur verið í Hveragerði á vorönn lauk þann 3. maí sl. Fulltrúar frá Eflingu, Ási og Heilsustofnun mættu á útskriftina. Alls útskrifuðust níu úr þessu 80 stunda námi sem haldið var í samvinnu við Eflingu. Námsmennirnir eru starfsmenn Áss hjúkrunarheimilis og Heilsustofnunar í Hvergerði og eru allir félagar í Eflingu, stéttarfélagi. Bæði útskriftin og kennsla fóru fram í húsnæði Eflingar í Hveragerði. Mikil ánægja var meðal nemenda og kennara með námið og aðstöðuna og var starfsmönnum Eflingar þakkað sérstaklega fyrir samstarfið.

Námsbrautin „Þjónustuliðar – grunnám” er ætlað þeim sem starfa við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun,  starfa  í býtibúrum, borðstofum, kaffistofum, matsölum eða þvottahúsum.  Í Þjónustuliðanáminu er lögð áhersla á rétta líkamsbeitingu, meðferð efna af ýmsu tagi, hreinlæti og þjónustulund.