Search
Close this search box.

Í gær var haldinn kynningarfundur í Fjölheimum á Selfossi þar sem mættu fulltrúar frá Háskólabrú Keilis til þess að kynna staðnám Háskólabrúar á Selfossi. Háskólabrú Keilis var stofnuð í samstarfi við Háskóla Íslands og gefur ígildi stúdentsprófs sem veitir réttindi til þess að sækja um alla háskóla á Íslandi og erlenda háskóla. Háskólabrú verður kennd í Fjölheimum í haust og enn eru nokkur pláss laus og við hvetjum áhugasama að kynna sér málið í síma 560 2030 eða hjá Keili í síma 578 4000. Skoða auglýsingu um háskólabrú.