INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi gerði viðhorfskönnun hjá námsmönnum, sem stunda nám á vottuðum námsleiðum, í desember 2021. Könnunin er hluti af innra mati Fræðslunetsins og í samræmi við EQM+ gæðakerfið, sem Fræðslunetið starfar eftir. Könnunin var rafræn og sett upp í forritinu Microsoft Forms, sem hélt utan um spurningar og svör. Könnunin var ekki persónurekjanleg.
Markhópurinn var einstaklingar sem stunduðu nám á námsleiðunum; menntastoðum, stuðningsfulltrúa- og leikskólaliðabrú og félagsliðabrú. Linkur með könnuninni var sendur til þáttakenda og einu sinni var send áminning. Þá var linkur á könnunina birtur á Facebook-síðu námsleiðanna. Alls svöruðu 49 námsmenn af 64 sem gerir 77% svarhlutfall.

Hér má nálgast niðurstöður könnunarinnar

Vafrakökur | Cookies

Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun þeirra.