Virkninámskeið Fræðslunetsins eru fjölbreytt námskeið sem miða að því að efla færni einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit. Starfsfólk Fræðslunetsins hefur þróað í samstarfi við ýmsa sérfræðinga fjölda námskeiða. Námskeiðum fylgir oft einstaklings- og hóparáðgjöf með stuðningi og eftirfylgni. Námskeiðin eru sérsniðin að óskum þeirra aðila sem sinna einstaklingum í starfsendurhæfingu og atvinnuleit.
Leiðbeinendur á námskeiðum eru sérfræðingar hver á sínu sviði með mikla reynslu í að vinna með fólki í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit.
Verkefnastjórar virkninámskeiða eru: Sandra D. Gunnarsdóttir, sandra@fraedslunet.is og Kristín Elfa Ketilsdóttir, kristin@fraedslunet.is
Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað
©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579
Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun þeirra.