INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Virkninámskeið Fræðslunetsins

Virkninámskeið Fræðslunetsins eru fjölbreytt námskeið sem miða að því að efla færni einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit. Starfsfólk Fræðslunetsins hefur þróað í samstarfi við ýmsa sérfræðinga fjölda námskeiða. Námskeiðum fylgir oft einstaklings- og hóparáðgjöf með stuðningi og eftirfylgni. Námskeiðin eru sérsniðin að óskum þeirra aðila sem sinna einstaklingum í starfsendurhæfingu og atvinnuleit.

Samstarfsaðilar:

  • Vinnumálastofnun 
  • Birta starfsendurhæfing Suðurlands
  • Virk starfsendurhæfing
  • Félagsþjónusta sveitarfélaga
  • Aðrir sem koma að virknitengdum úrræðum fyrir einstaklinga og hópa

Dæmi um námskeið:

  • Sjálfsstyrkingarnámskeið
  • Starfsleitarnámskeið
  • Upplýsingatækni
  • Skapandi smiðjur, t.d FABLAB
  • Fjármálanámskeið
  • Verkjameðferðarnámskeið
  • Hugræn atferlismeðferð (HAM)

Leiðbeinendur á námskeiðum eru sérfræðingar hver á sínu sviði með mikla reynslu í að vinna með fólki í starfsendurhæfingu eða atvinnuleit.

Verkefnastjórar virkninámskeiða eru: Sandra D. Gunnarsdóttir, sandra@fraedslunet.is og Kristín Elfa Ketilsdóttir, kristin@fraedslunet.is