INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Virkniúrræði haustannar 2023

Virkni

Líf með verkjum, hópráðgjöf

Hópráðgjöf/fræðsla fyrir fólk með langvinna verki, 6-8 þátttakendur. Markmiðið með fræðslunni er að þátttakendur fái góða grunnþekkingu og skilning á eigin ástandi og geti nýtt sér þær aðferðir sem þar eru kenndar til að bæta líðan sína, auka bjargráð og séu betur í stakk búnir til að takast á við verki á uppbyggilegan hátt.
Leiðbeinandi: Eggert Birgisson, sálfræðingur
Tími: 28. ágúst – 18. september, mánudaga kl. 10-12, föstudaga kl. 13-15
Tími: 13. nóvember – 4. desember, mánudaga kl. 10-12, föstudaga kl. 13-15

HAM og núvitund – Hugræn atferlismeðferð, hópráðgjöf

Hópráðgjöf/fræðsla til að takast á við almenna líðan (6-8 þátttakendur). Þátttakendur fá fræðslu um hugræna atferlismeðferð (HAM) sem gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar. Farið verður í undirstöðuatriði núvitundar sem leið til að takast á við tilfinningar og streitu. Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita þeim aðferðum sem kenndar verða til að hafa áhrif á eigin líðan. Þátttakendur vinna heimaverkefni á milli skipta. 

Leiðbeinandi: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Tími: 30. ágúst – 27. september, miðvikudagar kl. 10:00-12:00 – staðnám
Tími: 30. ágúst – 27. september, miðvikudagar kl. 13:00-15:00 – staðnám (túlkað á pólsku)
Tími: 18. október – 15. nóvember, miðvikudagar kl. 10:00-12:00 – fjarnám

Betri fjármál

Námskeiðið hentar öllum sem vilja gera breytingar í fjármálunum og tileinka sér nýjar aðferðir og skipulag. Áhersla er á að öðlast næga þekkingu til að geta stýrt fjármálunum af öryggi og geta sett sér raunhæf markmið. Farið verður yfir helstu hugtök í fjármálum og þær ,,vörur” sem bankar og fjármálafyrirtæki bjóða og þann kostnað sem þeim fylgir. Þá verður farið í uppsetningu á einföldu skipulagi, hvernig hægt er öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin og ýmis verkfæri kynnt til að nýta fjármuni sem best.
Leiðbeinandi: Þóra Valný Yngvadóttir, viðskiptafræðingur og markþjálfi
Tími: 10.-19. okt. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:30-16:00 ísl. stað
Tími: 10.-19. okt. þriðjudaga og fimmtudaga kl. kl. 9:00-11:30 ens. fjar

Uppleið – vottuð námsleið

Námið byggir á hugrænni atferlismeðferð. Markmiðið er að auka færni einstaklinga til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan.
Leiðbeinandi: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Tími: 31. ágúst – 5. október, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-12:00 – staðnám
Tími: 19. október – 23. nóvember, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-12:00 – fjarnám
Verð: 9.000 kr. Námið er niðurgreitt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Núvitund – augnablikið (framhald af Ham og núvitund og Uppleið)

Núvitund í daglegu lífi. Hvað er núvitund og hentar hún mér? Námskeið um núvitund og lífeðlisfræðileg áhrif þess að iðka núvitund. Þátttakendur fá tækifæri til að kynnast þeim leiðum sem hægt er að fara í iðkun núvitundar. Rannsóknir sýna að núvitund gagnast vel til að takast á við t.a.m. tilfinningar, streitu, svefn og verki. Einnig að iðkun á núvitund getur gefið fólki betra innsæi í tilfinningar sínar, betri athygli, minni og einbeitingu.
Leiðbeinendur: Karen Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur
Tími: 23. nóvember – 4. desember, mánudaga og fimmtudaga kl. 13:30-15:30

Meiri þekking, minni streita

Á námskeiðinu er farið yfir áhrif streitu á andlega og líkamlega líðan. Farið verður yfir ýmis verkfæri til að ná betri stjórn á neikvæðum áreitum í lífinu. Farið verður sérstaklega yfir samskipti og hvernig setja eigi mörk í samskiptum og leysa ágreining.
Markmiðið með námskeiðinu er að auka skilning á neikvæðum áhrifum streitu og bæta við þekkingu þátttakenda um hvernig hægt er að stjórna streitunni með heilsusamlegum venjum og bættum lífstíl. Lögð er áhersla á markmiðssetningu, bætt samskipti, hvernig setja eigi mörk og þannig minnka streitu og ná meiri stjórn á aðstæðum í lífi sínu. Námskeiðið skiptist í fræðslu, umræður og verkefnavinnu.
Leiðbeinandi: Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur
Tími: 26. sept.- 24. okt. þriðjudaga kl. 13-15.

Snjalltækjanotkun

Markhópurinn er fólk eldra en 55 ára og/eða sem hefur þörf fyrir að læra á snjalltæki, spjaldtölvu eða snjallsíma. Námskeiðin fela í sér kennslu í notkun rafrænna skilríkja, heimabanka, netverslun og fræðslu vegna samfélagsmiðla og efnisveitna. Þá verður farið yfir notkun á tölvupósti og önnur rafræn samskipti. Bæði er lögð áhersla á hagnýtt gildi sem og skemmtanagildi tækjanna.
Leiðbeinandi: Bjarni H. Ásbjörnsson
Tími: 22. – 30. nóvember, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 10-12

Jákvæð sálfræði – seigla, styrkleikar, hamingjan, hugarfar og atvinnuleit

Markmið námskeiðsins er að efla vellíðan og að þátttakendur fái vind í seglin. Athyglinni er beint að því sem er í lagi, staldrað við, tekið eftir því sem gleður eða skiptir máli. Notaðar eru áhrifaríkar æfingar úr smiðju jákvæðrar sálfræði og vinnusálfræði sem efla vellíðan, dug og þor. Unnið er með hugarfar, viðhorf og praktísk atriði í atvinnuleit. Hver þátttakandi tekur seiglu-, hamingju- og styrkleikapróf. Mikið lagt upp úr virkni þátttakenda og hver og einn heldur dagbók, tekur þátt í umræðum og leysir verkefni á milli tíma.

Leiðbeinandi: Hrefna Guðmundsdóttir, MA Vinnu- og félagssálfræði, sérfræðingur í jákvæðri sálfræði
Tími: 7. og  8. sep., 14., 15. og 18. september kl. 10-13

Færni störf og áhugasvið

Námskeið fyrir ungt fólk í atvinnuleit og starfsendurhæfingu. Á námskeiðinu verður fjallað um leiðir til árangurs bæði með tilliti til starfsumhverfis og ánægju í leik og starfi. Eitt af meginmarkmiðum kennslunnar er að auka áhugahvöt og sjálfsvitund ásamt því að skapa tækifæri fyrir þátttakendur til að þróa nýja hæfni sem vinnumarkaðurinn kallar eftir.
Leiðbeinendur:
Thelma Lind Guðmundsdóttir, BS í sálfræði og mastersnemi í heilbrigðisvísindum
Eydís Katla Guðmundsdóttir, kennari og M.A. í náms- og starfsráðgjöf 
Sandra D. Gunnarsdóttir, kennari og M.A. í náms- og starfsráðgjöf
Tími: 27. sept. – 15.nóv. Miðvikudagar kl. 10:30-12:00

Íslenskunámskeið

eru haldin á: Selfossi, Höfn, Hvolsvelli, Hellu, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Reykholti, Flúðum og Þorlákshöfn

Sjá nánar á fraedslunet.is

Önnur úrræði

  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Námsbrautir FA
  • Menntastoðir
  • Félagsliðagátt
  • Leikskólaliðabrú
  • Stuðningsfulltrúabrú
    Stakir áfangar á þessum námsleiðum

Að auki:

Raunfærnimat, s.s. sjúkraliðar, vinnumarkaðshæfni, þjónustubrautir (félagsliði, leikskólaliði og stuðningsfulltrúi) og matartækni