Search
Close this search box.

Ýmsar upplýsingar um Fræðslunetið

Upplýsingar

Stofnað 1999

Fræðslunetið var stofnað 1999 af félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum á Suðurlandi. 

Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk.  Námskeiðin eru af ýmsum toga og einnig er boðið uppá einingabært nám á framhaldsskólastigi. Fræðslunetið annast símenntun fatlaðs fólks á Suðurlandi. Fræðslunetið skipuleggur námskeið eftir óskum fyrirtækja og stofnana og greinir einnig fræðsluþarfir hjá fyrirtækjum og stofnunum og útbýr fræðsluáætlanir. Fræðslunetið gerir föst verðtilboð í námskeið og greiningar eftir óskum aðila. Allar upplýsingar má fá í síma 560 2030 eða senda tölvupóst: fraedslunet[hjá]fraedslunet.is

Fræðslunetið býður uppá náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat, markhópi framhaldsfræðslunnar að kostnaðarlausu. 

Fræðslunetið er í Fjölheimum Tryggvagötu 13, 800 Selfossi, á Vallarbraut 16 á Hvolsvelli og í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

Hjá Fræðslunetinu starfar fólk með margs konar menntun og fjölbreytta reynslu. Alls eru starfsmenn 12 – sjá nánari upplýsingar

Markmið

Að auðvelda aðgengi íbúa fjórðungins að margs konar námi og símenntun og auka með því búsetugæði á svæðinu. Að sinna fræðsluþörfum fullorðinna sem ekki sækja nám í formlega skólakerfinu. Að veita fullorðnu fólki náms- og starfsráðgjöf leggja áherslu á samstarf atvinnulífs og skóla og tengsl grunn- og endurmenntunar. Að nýta bestu fáanlega fjarkennslustækni hverju sinni.

Sýn

Að stuðla að eflingu mannauðs á Suðurlandi.

Lærum allt lífið

Eru einkunnarorð Fræðslunetsins.

Saga Fræðslunetsins í 20 ár

Eftir Ásmund Sverri Pálsson f.v. framkvæmdastjóra

Gildin okkar