Search
Close this search box.

Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu

Íslenska HSU

Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. […]

Spjallmót í Vík

Þann 29. maí s.l. lauk námskeiðinu Íslenska 2 á vegum Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi í Vík í Mýrdal. Það er orðin hefð fyrir því að síðasta kennslustundin sé opin spjallstund þar sem íslenskumælandi íbúar þorpsins mæta og spjalla við nemendur. Verkefnið er hluti af samstarfi Fræðslunetsins við Kötlusetur í Vík og hefur fengið það […]

Íslenska fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Árborgar

Íslenska Árborg 2024

Íslenska fyrir starfsfólk Sveitarfélagsins Árborgar hjá Fræðslunetinu Nýverið útskrifaðist hópur starfsfólks Sveitarfélagsins Árborgar úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og sveitarfélagsins. Námskeiðið fór fram hjá Fræðslunetinu einu sinni í viku á vinnutíma og var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli. Samhliða námskeiðinu fengu þátttakendur aðgang að smáforritinu, Bara tala frá […]

Færinþjálfun á vinnumarkaði

Færniþjálfun á vinnumarkaði

Færniþjálfun á vinnumarkaði Nánari upplýsingar veita: Sara Dögg hjá VMST,  sara.d.svanhildardottir@vmst.is og Hildur Bettý hjá FA, betty@frae.is Kynnið ykkur málið, einstakt tækifæri til að fá hæfni sína metna og fá Fagbréf atvinnulífsins.

Íslenska á netinu

íslenski fáninn

Íslenska á netinu Fræðslunetið býður uppá Íslenskukennslu á netinu. Námskeið fyrir einstaklinga með íslensku sem annað tungumál, fólk sem starfar í ýmsum þjónustugreinum, m.a. ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og umönnun. Námskeiðið er á getustigi A1 – A2 og er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi einhvern grunn í íslensku. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla hæfni þátttakenda í […]

Fræðsluferð til Amsterdam

Starfsfólk Fræðslunetsins

Starfsfólk Fræðslunetsins í fræðsluferð Starfsfólk Fræðslunetsins sem fór til Amsterdam haustið 2023 Dagana 16. – 20. október s.l. lagði starfsfólk Fræðlsunetsins land undir fót og fór í fræðsluferð til Amsterdam til að kynna sér ýmsar nýjungar í sambandi við atvinnumarkaðinn, fræðslu og kortlagningu hæfniþátta einstaklinga með stafrænum hætti. Fræðslunetið fékk styrk frá Erasmus+ til fararinnar. […]

Íslenska 2 á Hvolsvelli

Íslensku 2 á Hvolsvelli lauk nýverið Hópurinn á Hvolsvelli sem lauk íslensku 2 í maí sl. Í lok maí lauk þessi hressi hópur íslensku 2 á Hvolsvelli. Alls hófu 14 námsmenn námið og luku 11 þeirra námskeiðinu með góðum árangri. Flestir í hópnum hófu íslenskunám í janúar og hafa því lokið 80 klukkustunda íslenskunámi á […]

Nám næsta vetur

Nám næsta haust 2023 Innritun í nám hjá Fræðslunetinu haustið 2023 er hafin. Í boði verða fjórar námsbrautir:  Félagsliðagátt Leikskólaliðabrú Stuðningsfulltrúabrú Menntastoðir