INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtæki og stofnanir í dag mæta ýmsum áskorunum þegar kemur að þjálfun og uppfærslu á hæfni starfsfólksins; stöðug starfsmannavelta, álagsveikindi, tungumálaörðugleikar, samskiptavandmál og fl. Fræðslunetið hefur sérhæft sig í mæta raunverulegum þörfum fyrirtækja þegar kemur að fræðslu og greiningu fræðsluþarfa fyrir fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi. Hægt er að fá bæði sérsniðna fræðslu og tilbúin námskeið. Óskir um fræðslu og framkvæmd hennar er alfarið unnar á forsendum fyrirtækisins.

Sérfræðingar í fræðslu, greiningu og mati

Hjá Fræðslunetinu starfa reynslumiklir sérfræðingar á sviði fræðslu, raunfærnimats og greiningu fræðsluþarfa. Kennarar á námskeiðum Fræðslunetsins eru sérvaldir til verksins vegna hæfni og reynslu í fræðslu. Fyrirtækjateyminu er stjórnað af þeim Söndru D. Gunnarsdóttur, sandra@fraedslunet.is og Kristínu Elfu Ketilsdóttur, kristin@fraedslunet.is. Þær svara öllum fyrirspurnum úr fyrrgreindum netföngum eða í síma 560 2030. Leitið endilega upplýsinga um þjónustu, fáið verðtilboð og upplýsingar um mögulega fjármögnun fræðslu/greininga/mats.

Stuðningur og fjármögnun

Ýmsir starfsmenntasjóðir endurgreiða bæði starfsfólki eða fyrirtækjum að stórum hluta kostnað við fengna fræðslu og þarfagreiningar. Endurgreiðslan er 80 – 100% eftir verkefnum og sjóðum. Fyrirtæki með starfsmenn í almennum stéttarfélögum geta leitað samræmdra upplýsinga hjá Áttinni, www.attin.is Fyrir opinbera starfsmenn á þarf að leita upplýsinga beint til starfsmenntasjóðanna.

Fræðsla í fyrirtækjum

Fyrirtæki þurfa stöðugt að uppfæra hæfni starfsmanna sinna. Nýliðar þurfa þjálfun, uppfæra þarf viðbrögð vegna öryggismála, nýr hugbúnaður er tekinn inn, fólk þarf að vinna í teymum, verkefnastjórn þarf að vera skilvirk, fyrirtækið þarf að hlúa að heilsu fólks og fl. og fl. Markmið fyrirtækisins er að starfsfólkið nái að skila sem bestu starfi hvern einasta dag ársins.

 

Fræðslunetið býður upp á ýmsar útfærslur varðandi fræðslu:

  • Stöðluð stutt námskeið
  • Lengri námskeið eða námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
  • Gerð fræðsluáætlana til tveggja til þriggja ára
  • Íslensku fyrir útlendinga með ýmsu fyrirkomulagi
  • Aðstoð við gerð móttökuáætlana og starfsmannahandbóka
  • Náms- og starfsráðgjöf fyrir einstaklinga

Endilega hafið samband við sérfræðinga Fræðslunetsins Söndru D. Gunnarsdóttur, sandra@fraedslunet.is og Kristínu Elfu Ketilsdóttur kristin@fraedslunet.is. Þær svara öllum fyrirspurnum úr fyrrgreindum netföngum eða í síma 560 2030.

Hér er tengill á helstu fræðslu sem er stöðugt í gangi hjá Fræðslunetinu.

Greining og mat í fyrirtækjum

Greining fræðsluþarfa: Fræðslunetið býður fyrirtækjum og stofnunum upp á greiningu fræðsluþarfa í gegnum verkefnið Fræðslustjóri að láni. Verkefnið felst í því að greina helstu fræðsluþarfir hjá almennum starfsmönnum fyrirtækisins og gera í kjölfarið fræðsluáætlun til 2 – 3 ára. Verkefnið er alfarið kostað af starfsmenntasjóðum og því fyrirtækjum AÐ KOSTNAÐARLAUSU. Verkefnið er sérlega heppilegt til þess að koma símenntunarmálum fyrirtækja í ákveðinn farveg, sem svo er hægt að byggja á í framtíðinni.

Sérfræðingar Fræðslunetsins vinna greininguna í samstarfi við fyrirtækið eftir ákveðnum gæðaferlum, sem heitir „fagleg fyrirtækjafræðsla“, Sjá ferlið

Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar hjá:  Sandra D. Gunnarsdóttir, sandra@fraedslunet.is og Kristín Elfa Ketilsdóttir kristin@fraedslunet.is.

Fagbréf atvinnulífsins: Á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum er mikilvægt að færni til starfa sé sýnileg og staðfest. Fagbréf atvinnulífsins gerir þetta kleift.

Með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs. Í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er færnin staðfest með Fagbréfi atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf.  Í því felst ávinningur fyrir fyrirtæki og starfsfólk. Sjá ferlið

Fáðu nánari upplýsingar hjá Sólveigu R. Kristinsdóttur, solveig@fraedslunet.is