INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Eftirtalin námskeið eru sérstaklega skipulögð og haldin fyrir fyrirtæki og stofnanir. Einnig skipuleggjum við önnur námskeið eftir óskum viðskiptavina. Vinsamlegast hafið samband við Söndru D. Gunnarsdóttur, sandra@fraedslunet.is eða Kristínu Elfu Ketilsdóttur kristin@fraedslunet.is  til að fá frekari upplýsingar og tilboð.

FULLVERKUN Á LAMBASKROKKI

Á námskeiðinu læra þátttakendur að fullverka heilan lambaskrokk.

  • Úrbeining á lambi
  • Nýting og mismunandi afurðir
  • Pylsu– og Jerky gerð
  • Undirbúningur kjöts til þurrkunar
  • Þátttakendur taka einn vöðva og grafa
  • Söltun á rúllupylsu
  • Möguleiki verður á því að salta frampart til að búa til álegg
  • Skjóta í net og búa til kryddblöndur
  • Kæfugerð ef þátttakendur óska eftir því

Nemendur taka allar afurðir með sér heim sem þeir gera. Innifalið í verði er einn lambaskrokkur á mann.
Námskeiðið verður haldið dagana 21/10 kl. 9-16 og 22/10 kl. 8-15 í húsnæði Korngrís, Laxárdal ll a, 804
Selfoss. Við hvetjum þátttakendur til að kanna rétt sinn á styrk hjá stéttarfélögum og fagfélögum.
Opnað verður fyrir skráningu á vef Fræðslunetsins þann 13. september n.k. Hægt er að skrá sig hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1181/650486
Verð: 112.600 kr.
Nánari upplýsingar: kristin@fraedslunet.is og annapedersen@fraedslunet.is eða í síma 560 2030

LESTUR LAUNASEÐLA

Á námskeiðinu er farið yfir þá þætti sem koma fram á launaseðlinum. 

MEÐFERÐ MATVÆLA – OFNÆMI OG ÓÞOL

Lengd: 3 klst.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á meðferð matvæla, geymslu og frágang. Farið er yfir geymsluþol matvæla, örverur og gerlamyndun.  Skoðuð er notkun algengra hreinlætisefna með tilliti til innihalds og umhverfisverndar. Einnig eru skoðuð helstu einkenni og merkingar á algengum ofnæmis- og óþolsvöldum. 

Námskeiðið er hluti af Ferðaþjónustufjarkanum.

ÞRIF OG FRÁGANGUR

Lengd: 3 klst.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað skiptir máli varðandi þrif s.s. hvaða efni á að nota, hvað ber að varast, meðferð og notkun áhalda/tækja við þrif og eftir hverju þarf að líta. Farið er yfir persónulegt hreinlæti, aðferðir og skipulag við þrif og frágang og viðbrögð við óværu. Að auki er farið yfir árangursrík samskipti, trúverðugleika og trúnað við gesti, vinnuvernd og öryggi. 

SKYNDIHJÁLP

Lengd: 4 klst.

Námskeiðið er ætlað þeim beita skyndihjálp í neyðar-tilvikum. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

STARFSTENGD ÍSLENSKA

Lengd: 20 klst.

Á þessu námskeiði fá erlendir starfsmenn íslenskukennslu inn á vinnustaðinn þar sem lögð er áhersla á að tengja námið við starf og starfsumhverfi.  Hægt er að fá lengri námskeið svo og námskeið fyrir lengra komna.  

STAFRÆN MARKAÐSSETNING

Lengd: 3 klst.

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig hægt er að ná meiri árangri og dýpri skilningi á því sem stafræn markaðssetning býður upp á. Farið er yfir helstu hugtök, samhengi stafrænna miðla, mátt samfélagsmiðla  og helstu aðferðir. 

FERÐAÞJÓNUSTA – UMHVERFI OG MENNING

Lengd: 3 klst.

Á námskeiðinu er áhersla lögð á ábyrga ferðaþjónustu og farið yfir þá þætti sem skipta máli fyrir ferðaþjónustu-fyrirtæki út frá umhverfi og menningu. Fjallað er um mikilvægi sögu og sérstöðu fyrirtækisins, þekkingu á nærumhverfi, aðdráttarafli og afþreyingarmöguleikum með tilliti til mismunandi markhópa. Í því samhengi er lögð áhersla á upplifun ferðamannsins frá upphafi til enda. Einnig verður farið yfir umhverfið sem ferða-þjónustufyrirtæki starfa í út frá lögum um öryggismál.

Námskeiðið er hluti af Ferðaþjónustufjarkanum.

MANNAUÐURINN OG VINNUSTAÐURINN

Lengd: 3 klst.

Á námskeiðinu er farið yfir mikilvæga þætti sem snúa að hlutverki og ábyrgð starfsfólks. Hvernig starfsfólk getur byggt upp öryggi, lausnamiðun, skapandi hugsun og sveigjanleika í starfi. Fjallað er um verklagsreglur og verkferla, réttindi, skyldur og vinnusiðferði. Þá er lausna-miðun, skapandi hugsun og sveigjanleiki skoðuð í tengslum við vinnu undir álagi og þegar upp koma óvæntar aðstæður. Að lokum er farið yfir persónulegt hreinlæti, klæðnað, snyrtimennsku og framkomu. 

Námskeiðið er hluti af Ferðaþjónustufjarkanum.

ÞJÓNUSTA OG GESTRISNI

 Lengd: 3 klst.

Á námskeiðinu er fjallað um það hvernig veita megi framúrskarandi þjónustu og auka upplifun. Farið er yfir þætti sem skipta máli í gestamóttöku og sérstök áhersla er lögð á mikilvægi góðra samskipta, sveigjanleika, lausna-miðun og viðbragsflýti. Einnig er farið yfir hvaða aðferðir eru árangursríkar í samskiptum við viðskipavini og hvernig má fara fram úr væntingum. Sölusamtalið er mikilvægur hluti af þjónustu við viðskiptavini og er það tekið til skoðunar í tengslum við mat, vín og afþreyingu.  

Námskeiðið er hluti af Ferðaþjónustufjarkanum.

ÖFLUG LIÐSHEILD

Lengd: 3 klst.

Mikilvægt er að skapa öfluga liðsheild á vinnustað með tilliti til vellíðan starfsfólks og jafnframt að geta mætt þörfum og náð árangri. Á þessu námskeiði verður farið yfir þá þætti sem skipta máli til að skapa góða liðsheild og hvernig hver og einn getur lagt sitt af mörkum. Farið verður yfir hvernig starfsumhverfi, samskipti og upplýsingaflæði hefur áhrif á starfsandann og liðsheildina. 

 HAGNÝT MANNAUÐSSTJÓRNUN

Lengd: 3 klst.

Námskeiðið tekur á grunnatriðum mannauðsstjórnunar þar sem stuðst er við raunveruleg dæmi úr atvinnulífinu. Farið er yfir tilgang mannauðsstjórnunar, vinnustaða-menningu, samskipti, endurgjöf og hrós. Einnig er fjallað um hvað skiptir máli varðandi ráðningar, móttöku nýliða og fræðslu. Að auki er farið yfir hvernig megi taka á erfiðum starfsmannamálum og hvernig best sé að haga starfsmannasamtölum. 

STREITUSTJÓRNUN

Lengd: 3 klst.

 Á þessu námskeiði eru skoðuð nokkur lykilatriði í streitustjórnun og verkfæri sem hjálpa okkur að „virka vel“ í krefjandi aðstæðum. Skoðaðar eru spurningar eins og: „Hvernig róa ég hugann þegar mikið liggur við?“ og „Hvernig stýri ég frá kulnun?“ Listin að kunna vel á sjálfan sig getur þýtt að starfsfólk er fært um að taka enn betri ákvarðanir undir miklu álagi.

HVATNING OG STARFSÁNÆGJA

Lengd: 3 klst.

Starfsánægja er mikilvæg á vinnustöðum, hún getur skapað góðan starfsanda, bætt frammistöðu og minnkað starfsmannaveltu. Fjallað verður um atriði sem hafa áhrif á starfsánægju einstaklinga, helstu kenningar og aðferðir við hvatningu, hvernig hún tengist starfsánægju og frammistöðu. Fjallað er um hrós og endurgjöf og hvernig má nýta þessa þætti til að bæta samskipti.

TÍMA- OG ORKUSTJÓRNUN

Lengd: 3 klst.

Skilvirk tíma- og orkustjórnun er undirstaða árangurs og hefur einnig áhrif á ánægju í starfi. Á þessu námskeiði er farið yfir nokkur lykilatriði fyrir stjórnendur þegar kemur að tíma- og orkustjórnun. Í nútímaumhverfi og áskorunum sem því geta fylgt er gott að skoða hvaða þættir það eru sem auka hugarró okkar og skilvirkni í þeim verkefnum sem liggja fyrir. 

Vafrakökur | Cookies

Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun þeirra.