Search
Close this search box.

Lærum allt lífið

Einkunnarorð Fræðslunetsins ,,lærum allt lífið” vísa til þess að í nútímasamfélagi þurfum við sífellt að bæta við okkur þekkingu og menntun og að það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt. Hér á síðunni eru ýmsar upplýsingar um nám, styrki o.m.fl. sem getur  stutt einstaklinga á vegferðinni.  

Algengar spurningar og svör

Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum.

Þú ferð inná námskeiðssíðurnar og velur hnappinn skrá mig. 

Verðin eru mismunandi, best að sjá verðin á námskeiðssíðunum.

Mikið af námsframboðinu er niðurgreitt af ríkinu, en einnig veita stéttarfélögin styrki. Best er að hafa samband við sitt stéttarfélag til að fá upplýsingar um það.  Sjá einnig hér

Þeir sem sækja virkninámskeið koma í gegnum Virk, VMST eða Birtu, starfsendurhæfingu Suðurlands. Ef þér finnst þú þurfa á endurhæfingu og fræðslu að halda er best að byrja hjá heimilislækninum og ræða við hann um þín mál. 

Fræðslunetið er staðsett í Fjöheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Einnig eru skrifstofur á Hvolsvelli, Vallarbraut 16 og á Höfn í Nýheimum.