INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Raunfærnimat Fræðslunetsins

Fræðslunetið heldur á hverju ári raunfærnimat í nokkrum starfsgreinum þar sem hæfni einstaklinga er metin er til skólaeininga  og einnig er haldið mat í fyrirtækjum á móti hæfniviðmiðum í atvinnulífinu sem endar með útgáfu fagbréfa. 

Verkefnastjórar raunfærnimats hjá Fræðslunetinu

Hvað viltu vita um raunfærnimat?

Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum

Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður og í því samhengi tölum við oft um „ lífsins skóla“.   Allt nám er verðmætt og því mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þú lærðir. Raunfærnimat er leið til þess, en með því er hægt að meta þá færni sem þú hefur náð, t.d. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, búsetu erlendis, félagsstörfum og fjölskyldulífi. 

Markmiðið er að þú fáir viðurkennda þekkingu þína og færni, þannig að þú þurfir ekki að sækja nám í því sem þú þegar kannt. Raunfærnimatið staðfestir  hæfni þína.  Tökum dæmi um starfsmann sem hefur unnið í 10 ár á leikskóla en er að velta fyrir sér námi.  Ef hann fer í raunfærnimat yrði reynsla hans og þekking metin til framhaldsskólaeininga.  Þar með er ljóst að framhaldsnám hans myndi styttast sem því nemur. 

Raunfærnimat er þátttakendum að kostnaðarlausu, hafi viðkomandi ekki lokið námi á framhaldsskólastigi.   Þeir sem hafa lokið t.d. stúdentsprófi, sveinsprófi eða sambærilegri menntun greiða fyrir raunfærnimatið samkvæmt verðskrá Fræðslunetisins.
Þeir sem greiða í stéttarfélag geta sótt um niðurgreiðslu úr sínum starfsmenntasjóði hjá viðkomandi stéttarfélagi. 

Skilyrði fyrir þátttöku í raunfærnimati er að þú sért orðinn  23 ára hafir þriggja ára staðfesta starfsreynslu í viðkomandi starfsgrein. Raunfærnimat er þér að kostnaðarlausu ef þú ert í markhópi framhaldsfræðslunnar, þ.e. ekki með stúdentspróf eða fagmenntun. 

Hafðu samband við ráðgjafana okkar radgjafar@fraedslunet.is eða hringja í síma 560 2030.