Þróunarverkefni

Hér eru upplýsingar um þróunarverkefni og fleiri samstarfsverkefni sem Fræðslunetið hefur unnið að og/eða eru í vinnslu. Einnig er hægt að nálgast námskrár sem gerðar hafa verið vegna þróunarverkefna.
    • Tækifæri lokaskýrsla – þróun starfsnáms á Suðurlandi fyrir ferðaþjónustu.

    • Listnámsbraut er 180 stunda námsbraut. Áhersla er á sköpun, upplifun og þátttöku og er markmiðið m.a. að auka tækifæri fatlaðs fólks til að öðlast nýja reynslu í gegnum listnám.Þróun á nýju námi þar sem lögð er áhersla á að mæta þörfum fólks með mikla þroska- og hreyfihömlun og/eða einhverfs fólks. Námskrárgerð fer fram 2014-2015 og kennsla er fyrirhuguð 2015-2016.

      • Námskrá
      • Námskrá nám og starf – Nám og starf er 200 stunda starfstengt nám fyrir fólk með skerta náms- og/eða starfsfærni. Kennt veturinn 2014 – 2015. Vinnustaðakynningar og starfsþjálfun í samvinnu við ýmis fyrirtæki og stofnanir á Suðurlandi o.fl
    • Ull í mund, námskeið í fullvinnslu ullar, námskeið var tilraunakennt á haustönn 2014, Ull í mund – skýrsla
    • Þarfagreining á þörfum fatlaðs fólks á Suðurlandi fyrir starfsmenntun. Greiningu lokið. Þarfagreining
    • Vinnan lærðu og njóttu, 150 stunda starfsnám, haldið á vorönn 2013, þróun námskrár og kennslu. Verkefni lokið. 
    • “A job to be done” gerð enskunámsefnis fyrir fullorðna, lokið í júní 2013.A job to be done – kennslubókA job to be done – kennsluleiðbeiningar
    • Járningar, gerð námsefnis og námskeiðs í járningum. Tilraunakennsla á vorönn 2014. Verkefni lokið.
    • Feti framar, námskeið fyrir fólk af erlendu bergi brotið. Námskeiðið var haldið skólaárið 2013-2014.
    • Fagnámskeið starfsfólks leikskóla, samvinnuverkefni í fjarkennslu. Kennslu er lokið.
    • Þarfagreining á þörf fyrir starfsmenntun á Suðurlandi.