INNA    HAFA SAMBAND     NÁMSVER

Search
Close this search box.

Námsbrautir

Fréttir og tilkynningar

Starfsfólk fræðslunetsins í Mími

Fræðslunetið á faraldsfæti

Fræðslunetið heimsækir fræðsluaðila í Reykjavík Á starfsdegi Fræðslunetsins þetta vorið var ákveðið að heimsækja fræðsluaðila í Reykjavík til að kynnast starfsemi þeirra og ýmsum nýjungum

Meira...

Spjallmót í Vík

Þann 29. maí s.l. lauk námskeiðinu Íslenska 2 á vegum Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi í Vík í Mýrdal. Það er orðin hefð fyrir því

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Íslenska 2 hefst 26. ágúst á Selfossi!
Icelandic 2 starts August 26th!

- English advertisement in the comment section.
... See MoreSee Less

Íslenska 2 hefst 26. ágúst á Selfossi!
Icelandic 2 starts August 26th!

- English advertisement in the comment section.

Dagana 28. og 30. maí sl. fóru fram vorútskriftir Fræðslunetsins, annars vegar á Höfn í Hornafirði og hins vegar á Selfossi. Að þessu sinni luku 37 námsmenn formlegu námi af félagsliðagátt, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, menntastoðum og stökkpalli. Fjórir af þessum námsmönnum stunduðu námið á Höfn. Einnig fengu 25 þátttakendur staðfestingu á einingum sem þeir fengu metnar í raunfærnimati; af félagsliðagátt, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut, vinnumarkaðshæfni og sjúkraliðabrú.
Berglind Ósk Borgþórsdóttir flutti ávarp fyrir hönd námsmanna á Höfn og í máli hennar kom meðal annars fram að hún hafi verið ánægð með ákvörðun sína að fara í nám og að ferlið hafi verið ánægjulegt, krefjandi og lærdómsríkt en líka skemmtilegt. Hún hvatti alla þá sem langar til að takast á við ný verkefni að skella sér í nám. Einnig ávarpaði Róslín Alma Valdemarsdóttir hópinn og minnti á hversu mikilvægt það væri fyrir íbúa samfélaga úti á landi að hafa tækifæri til náms.
Á Selfossi flutti Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins stutt ávarp. Gígja Marín Þorsteinsdóttir söng þrjú lög og Kristófer Rúnar Baldursson ávarpaði samkomuna fyrir hönd námsmanna. Hann var að ljúka námi af félagsliðagátt og var þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk á leiðinni frá samnemendum sínum og starfsfólki Fræðslunetsins. Einnig kom fram í máli Kristófers að hann hafi alla tíð verið hræddur við formlegt nám, ekki nýtt tækifærin þegar þau gáfust og átt erfitt með einbeitingu. Kristófer tók þátt í raunfærnimati og stytti þannig umfang námsins sem hann taldi hafa styrkt sig sem einstakling og starfsmann á vettvangi. Þetta var því persónulegur sigur fyrir hann.
Þó svo að hér sé talað um útskriftir eða námslok þá er það nú þannig að við erum alltaf að læra og vísa einkunnarorð Fræðslunetsins til þess að í nútímasamfélagi þurfum við sífellt að bæta við okkur þekkingu og menntun.
Við óskum öllum útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með áfangann, velfarnaðar í framtíðinni og að allir draumar þeirra megi rætast.
... See MoreSee Less

Dagana 28. og 30. maí sl. fóru fram vorútskriftir Fræðslunetsins, annars vegar á Höfn í Hornafirði og hins vegar á Selfossi. Að þessu sinni luku 37 námsmenn formlegu námi af félagsliðagátt, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú, menntastoðum og stökkpalli. Fjórir af þessum námsmönnum stunduðu námið á Höfn. Einnig fengu 25 þátttakendur staðfestingu á einingum sem þeir fengu metnar í raunfærnimati; af félagsliðagátt, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut, vinnumarkaðshæfni og sjúkraliðabrú.
Berglind Ósk Borgþórsdóttir flutti ávarp fyrir hönd námsmanna á Höfn og í máli hennar kom meðal annars fram að hún hafi verið ánægð með ákvörðun sína að fara í nám og að ferlið hafi verið ánægjulegt, krefjandi og lærdómsríkt en líka skemmtilegt. Hún hvatti alla þá sem langar til að takast á við ný verkefni að skella sér í nám. Einnig ávarpaði Róslín Alma Valdemarsdóttir hópinn og minnti á hversu mikilvægt það væri fyrir íbúa samfélaga úti á landi að hafa tækifæri til náms.
Á Selfossi flutti Eyjólfur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Fræðslunetsins stutt ávarp. Gígja Marín Þorsteinsdóttir söng þrjú lög og Kristófer Rúnar Baldursson ávarpaði samkomuna fyrir hönd námsmanna. Hann var að ljúka námi af félagsliðagátt og var þakklátur fyrir þann stuðning sem hann fékk á leiðinni frá samnemendum sínum og starfsfólki Fræðslunetsins. Einnig kom fram í máli Kristófers að hann hafi alla tíð verið hræddur við formlegt nám, ekki nýtt tækifærin þegar þau gáfust og átt erfitt með einbeitingu. Kristófer tók þátt í raunfærnimati og stytti þannig umfang námsins sem hann taldi hafa styrkt sig sem einstakling og starfsmann á vettvangi. Þetta var því persónulegur sigur fyrir hann.
Þó svo að hér sé talað um útskriftir eða námslok þá er það nú þannig að við erum alltaf að læra og vísa einkunnarorð Fræðslunetsins til þess að í nútímasamfélagi þurfum við sífellt að bæta við okkur þekkingu og menntun.
Við óskum öllum útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með áfangann, velfarnaðar í framtíðinni og að allir draumar þeirra megi rætast.

Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu.
Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.
Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. Þátttakendur voru á ýmsum stigum íslenskukunnáttu, allt frá byrjendum til þess að skilja og tala íslensku nokkuð vel. Áhersla var á talmál og starfstengdan orðaforða ásamt því að læra lestur og ritun einfaldra setninga með fjölbreyttum kennsluaðferðum meðal annars með ljóðalestri og söng. Þá var fræðslu um íslenska menningu og samfélag fléttað inn í námið.
... See MoreSee Less

Íslenskunám fyrir starfsfólk HSU hjá Fræðslunetinu.
Nýlega útskrifaðist hópur starfsfólks HSU (Heilbrigðisstofnunar Suðurlands) úr starfstengdu íslenskunámi sem var samstarfsverkefni Fræðslunetsins og HSU. Námið var í boði fyrir starfsfólk sem ekki hefur íslensku að móðurmáli og hefur staðið yfir í allan vetur, alls 27 vikur.
Námið fór fram á vinnustað, í matsal HSU, tvisvar sinnum í viku og að hluta til á vinnutíma. Þátttakendur voru á ýmsum stigum íslenskukunnáttu, allt frá byrjendum til þess að skilja og tala íslensku nokkuð vel. Áhersla var á talmál og starfstengdan orðaforða ásamt því að læra lestur og ritun einfaldra setninga með fjölbreyttum kennsluaðferðum meðal annars með ljóðalestri og söng. Þá var fræðslu um íslenska menningu og samfélag fléttað inn í námið.

4 CommentsComment on Facebook

Vel gert.

Ánægjulegt framtak.

😊🙏 ég mun hafa samband við skólann vegna þessa námskeiðs 😊 So nice

Þann 29. maí s.l. lauk námskeiðinu Íslenska 2 á vegum Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi í Vík í Mýrdal. Það er orðin hefð fyrir því að síðasta kennslustundin sé opin spjallstund þar sem íslenskumælandi íbúar þorpsins mæta og spjalla við nemendur. Verkefnið er hluti af samstarfi Fræðslunetsins við Kötlusetur í Vík og hefur fengið það skemmtilega heiti ,,spjallmót“. Tilgangurinn er að skapa tækifæri fyrir nemendur til að æfa það sem fengist er við í kennslustofunni í raunverulegum aðstæðum og er ætlað að vera eins konar framlenging á kennslustofunni, ásamt því að tengja ólíka hópa samfélagsins og auka tækifæri nemenda til að æfa íslenskuna. Spjallmótið fór að venju fram úr okkar björtustu vonum, allir nemendur námskeiðsins mættu og fjöldi íslenskumælandi Víkurbúa mætti að auki. Að auki fengu nemendur námskeiðsins bókina Sjón þín, hugsun þín, skilningur þinn… Sjáðu bara í útskrifargjöf frá Svavari Guðmundssyni en bókin inniheldur orðtök og heilræði sem sett eru upp í sjónprófsform. Þuríður Lilja Valtýsdóttir, kennari námskeiðsins, og Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðukona Kötluseturs, sáu um skipulagningu og utanumhald. ... See MoreSee Less

Þann 29. maí s.l. lauk námskeiðinu Íslenska 2 á vegum Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi í Vík í Mýrdal. Það er orðin hefð fyrir því að síðasta kennslustundin sé opin spjallstund þar sem íslenskumælandi íbúar þorpsins mæta og spjalla við nemendur. Verkefnið er hluti af samstarfi Fræðslunetsins við Kötlusetur í Vík og hefur fengið það skemmtilega heiti ,,spjallmót“. Tilgangurinn er að skapa tækifæri fyrir nemendur til að æfa það sem fengist er við í kennslustofunni í raunverulegum aðstæðum og er ætlað að vera eins konar framlenging á kennslustofunni, ásamt því að tengja ólíka hópa samfélagsins og auka tækifæri nemenda til að æfa íslenskuna. Spjallmótið fór að venju fram úr okkar björtustu vonum, allir nemendur námskeiðsins mættu og fjöldi íslenskumælandi Víkurbúa mætti að auki. Að auki fengu nemendur námskeiðsins bókina Sjón þín, hugsun þín, skilningur þinn… Sjáðu bara í útskrifargjöf frá Svavari Guðmundssyni en bókin inniheldur orðtök og heilræði sem sett eru upp í sjónprófsform. Þuríður Lilja Valtýsdóttir, kennari námskeiðsins, og Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðukona Kötluseturs, sáu um skipulagningu og utanumhald.

1 CommentComment on Facebook

Mjög skemmtilegt spjallmót.

Alltaf gaman að sjá fréttir af gróskumiklu starfi Fræðslunetsins í fjölmiðlum👍

www.sunnlenska.is/frettir/utskrifudust-ur-starfstengdu-islenskunami/
... See MoreSee Less

Load more

Námsleiðir h24

This will close in 0 seconds