Search
Close this search box.

Fréttir og tilkynningar

Frá vinstri; Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson, Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.

Fræðslusamstarf ferðaþjónustuaðila

Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.
Fræðslunetið hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að fræðsluverkefni með ferðaþjónustuklasa í Hveragerði, sem kallað er Fræðslustjóri að láni.  Í klasanum voru fimm fyrirtæki; Hótel Örk, Almar bakari, Frost og funi, Skyrgerðin og Gistiheimilið Frumskógar. Verkefnið fólst í að gera greiningu á fræðsluþörfum hjá fyrirtækjunum. Í framhaldinu var gerð fræðsluáætlun og boðið upp á námskeið í samræmi við niðurstöður greiningarinnar.
Meira...
Fraedslunetid utskrift2018 3

Útskriftir vorið 2018

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Meira...
Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu

Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk

Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu
Lilja Össurardóttir skrifar:
,,Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land.
Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.
Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
14 hours ago

Fræðslunetið 25 ára Nov 7, 1:45pmÍ tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

... See MoreSee Less

Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður haldin afmælisveisla þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar ,,Að ná árangri“. Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið uppá afmæliskaffi. Veislan fer fram í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Það eru allir boðnir velkomnir.

Fyrir 5 árum skrifaði Ásmundur Sverrir Pálsson sögu Fræðslunetsins og er hún aðgengileg hér: fraedslunetid.is/wp-content/uploads/2023/08/Fraedslunetid_Voxturogvidgangur_191118EH-lokaskjal.pdf
... See MoreSee Less

Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður haldin afmælisveisla þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar ,,Að ná árangri“.  Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið uppá afmæliskaffi. Veislan fer fram í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Það eru allir boðnir velkomnir.

Fyrir 5 árum skrifaði Ásmundur Sverrir Pálsson sögu Fræðslunetsins og er hún aðgengileg hér: https://fraedslunetid.is/wp-content/uploads/2023/08/Fraedslunetid_Voxturogvidgangur_191118EH-lokaskjal.pdf

Íslenska 1 á Hvolsvelli hefst 7. október - enn laus pláss! ... See MoreSee Less

Íslenska 1 á Hvolsvelli hefst 7. október - enn laus pláss!Image attachment
Load more