Fréttir og tilkynningar

Frá vinstri; Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson, Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.

Fræðslusamstarf ferðaþjónustuaðila

Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.
Fræðslunetið hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að fræðsluverkefni með ferðaþjónustuklasa í Hveragerði, sem kallað er Fræðslustjóri að láni.  Í klasanum voru fimm fyrirtæki; Hótel Örk, Almar bakari, Frost og funi, Skyrgerðin og Gistiheimilið Frumskógar. Verkefnið fólst í að gera greiningu á fræðsluþörfum hjá fyrirtækjunum. Í framhaldinu var gerð fræðsluáætlun og boðið upp á námskeið í samræmi við niðurstöður greiningarinnar.
Meira...
Fraedslunetid utskrift2018 3

Útskriftir vorið 2018

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Meira...
Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu

Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk

Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu
Lilja Össurardóttir skrifar:
,,Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land.
Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.
Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi
... See MoreSee Less

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 https://www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi

📍 Náms- og starfsráðgjöf á Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslunetinu, verður til viðtals á Höfn (í Nýheimum) í byrjun apríl:

🗓 1. apríl kl. 13:30 – 15:30
🗓 2. apríl kl. 8:30 – 11:00

Viðtal er gjaldfrjálst, en nauðsynlegt er að panta tíma:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

Ef þú ert að íhuga nám eða breytingu á starfsvettvangi er viðtal við ráðgjafa frábær byrjun.

📍 Educational and Career Guidance in Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, career counselor at Fræðslunetið, will be available for appointments at Nýheimar in Höfn:

🗓 April 1st from 13:30 – 15:30
🗓 April 2nd from 8:30 – 11:00

The counseling is free of charge, but appointments must be booked:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

If you are considering studying or changing your career path, a conversation with a counselor is a great first step.
... See MoreSee Less

📍 Náms- og starfsráðgjöf á Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslunetinu, verður til viðtals á Höfn (í Nýheimum) í byrjun apríl:

🗓 1. apríl kl. 13:30 – 15:30
🗓 2. apríl kl. 8:30 – 11:00

Viðtal er gjaldfrjálst, en nauðsynlegt er að panta tíma:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

Ef þú ert að íhuga nám eða breytingu á starfsvettvangi er viðtal við ráðgjafa frábær byrjun.

📍 Educational and Career Guidance in Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, career counselor at Fræðslunetið, will be available for appointments at Nýheimar in Höfn:

🗓 April 1st from 13:30 – 15:30
🗓 April 2nd from 8:30 – 11:00

The counseling is free of charge, but appointments must be booked:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

If you are considering studying or changing your career path, a conversation with a counselor is a great first step.Image attachment
Load more