Fréttir og tilkynningar

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Ástrós Rún Sigurðardóttir styrkþegar vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands 2018

Hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir og Ástrós Rún Sigurðardóttir styrkþegar vísinda- og rannsóknasjóðs Suðurlands 2018

Þann 10. Janúar síðastliðinn fór fram árlegur hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Fundurinn fór að venju fram í Fjölbrautaskóla Suðurlands að viðstöddum forseta Íslands og um 150 gestum sem komu víðsvegar að af Suðurlandi.
Hefð hefur verið fyrir því á hátíðarfundum að fá kynningu á einhverju verkefni sem sjóðurinn hefur styrkt. Þetta árið voru það Aníta Þorgerður Tryggvadóttir og Ingibjörg Steinunn Sæmundsdóttir styrkhafar 2016 sem kynntu sitt áhugaverða verkefni; Fjölþætt heilsurækt í sveitarfélögum.
Sveinn Aðalsteinsson stjórnarformaður sjóðsins fór yfir niðurstöðu dómnefndar sjóðsins vegna styrkþega fyrir árið 2018 og gerði grein fyrir niðurstöðum. Sjóðurinn ákvað að þessu sinni að styrkja tvö verkefni um kr. 750.000 – eða samtals kr. 1.500.000 -. Styrkhafar sjóðsins fyrir árið 2018 eru:
• Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir vegna doktorsverkefnisins; Eyjafjallajökulsgos 2010 – áhrif á íbúa og enduruppbygging samfélaga. Í verkefninu er sjónum beint að seiglu samfélaga (community resilience) vegna náttúruhamfara. Kannað er hvernig íbúar, starfsfólk og viðbragðsaðilar í sveitarfélögunum Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi álitu sig í stakk búinir til að takast á við eldgos áður en Eyjafjallajökulsgosið árið 2010 hófst, hvaða áhrif gosið hafði og hvernig þessum samfélögum gekk að takast á við afleiðingar gossins.
• Ástrós Rún Sigurðardóttir vegna mastersverkefnisins; Þáttur félags- og menningarauðs í námi og menntun barna með fjölmenningarlegan bakgrunn. Í verkefninu verður leitast við að svara því hvaða áhrif menningar- og félagsauður foreldra og forráðamanna hefur á nám innflytjendabarna í Sveitarfélaginu Árborg og jafnframt að rannsaka hvernig grunnskólakennarar og annað fagfólk í skólasamfélaginu stuðla að fjölmenningarlegri menntun nemenda sinna.
Það var forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti styrkina og ávarpaði fundinn.

Meira...
Frá vinstri; Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson, Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.

Fræðslusamstarf ferðaþjónustuaðila

Frá vinstri;  Sandra D. Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, Anna Margrét Þorfinnsdóttir, Helga Björt Guðmundsdóttir, Emma Kristina Gullbrandson,  Jose Luis Gajardo Munoz fulltrúar fyrirtækjanna og  Matti Ósvald Stefánsson leiðbeinandi á síðasta námskeiðinu.
Fræðslunetið hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið að fræðsluverkefni með ferðaþjónustuklasa í Hveragerði, sem kallað er Fræðslustjóri að láni.  Í klasanum voru fimm fyrirtæki; Hótel Örk, Almar bakari, Frost og funi, Skyrgerðin og Gistiheimilið Frumskógar. Verkefnið fólst í að gera greiningu á fræðsluþörfum hjá fyrirtækjunum. Í framhaldinu var gerð fræðsluáætlun og boðið upp á námskeið í samræmi við niðurstöður greiningarinnar.
Meira...
Fraedslunetid utskrift2018 3

Útskriftir vorið 2018

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa á starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi.

Um er að ræða fullt stöðugildi, sem skiptist þannig að 75% snýr að verkefnastjórnun í fræðslu fatlaðs fólks og 25% í verkefnastjórnun almennt í fullorðinsfræðslu.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.

Nánari upplýsingar hér:
alfred.is/starf/verkefnastjori-i-fullordinsfraedslu-fatlads-folks-og-fleira
... See MoreSee Less

🎉 Gleðilega páska! 🐣🌷

Fræðslunetið óskar öllum nemendum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu gleðilega páska og hlýja vorstrauma!

📌 Athugið!
Við verðum með lokað frá skírdag, fimmtudeginum 17. apríl, til og með mánudeginum 21. apríl.
Við opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl.

Njótið hátíðanna með fjölskyldu og vinum 💛

– Fræðslunetið | Símenntun á Suðurlandi
... See MoreSee Less

🎉 Gleðilega páska! 🐣🌷

Fræðslunetið óskar öllum nemendum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu gleðilega páska og hlýja vorstrauma!

📌 Athugið!
Við verðum með lokað frá skírdag, fimmtudeginum 17. apríl, til og með mánudeginum 21. apríl.
Við opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl.

Njótið hátíðanna með fjölskyldu og vinum 💛

– Fræðslunetið | Símenntun á Suðurlandi

🎓 Kynningarfundur á Háskólabrú Keilis – Leiðin þín að háskólanámi!

Langar þig að hefja háskólanám, en vantar réttindi eða undirstöðu?
Komdu á kynningarfund um Háskólabrú Keilis og kynntu þér hvernig námið getur opnað dyr að framtíðinni 📖✨

📅 Mánudagur 29. apríl
🕠 Kl. 17:30
📍 Fræðslunetið – Fjölheimar, Tryggvagata 13, Selfoss

Við bjóðum þér hjartanlega velkomin á fundinn – opið öllum sem hafa áhuga á að hefja nám!

➡️ Nánari upplýsingar: www.fraedslunetid.is
... See MoreSee Less

🎓 Kynningarfundur á Háskólabrú Keilis – Leiðin þín að háskólanámi!

Langar þig að hefja háskólanám, en vantar réttindi eða undirstöðu?
Komdu á kynningarfund um Háskólabrú Keilis og kynntu þér hvernig námið getur opnað dyr að framtíðinni 📖✨

📅 Mánudagur 29. apríl
🕠 Kl. 17:30
📍 Fræðslunetið – Fjölheimar, Tryggvagata 13, Selfoss

Við bjóðum þér hjartanlega velkomin á fundinn – opið öllum sem hafa áhuga á að hefja nám!

➡️ Nánari upplýsingar: www.fraedslunetid.is

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi
... See MoreSee Less

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 https://www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi
Load more