Search
Close this search box.

Fréttir og tilkynningar

Nýir starfsmenn hjá Fræðslunetinu

Ráðnir hafa verið tveir nýir verkefnastjórar til starfa hjá Fræðslunetinu.  Það eru þær Dýrfinna Sigurjónsdóttir og Sædís Ösp Valdimarsdóttir.  Dýrfinna, sem hefur starfað sem kennari

Meira...
Valgeir Blöndal Magnússon

Símenntun og atvinnulífið

Valgeir Blöndal Magnússon
Valgeir B. Magnússon skrifar:
“Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.
Meira...

Stórt og mikilvægt verkefni

Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis

Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis, samtaka símenntunarmiðstöðva skrifar:
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“
Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu.
Meira...
Námsmennirnir við útskriftina ásamt Gunnlaugi Dan, kennara og Stefáni Ólafssyni, prófdómara.

Luku prófi í smáskiparéttindum

Í vetur hefur Fræðslunetið verið í samstarfi við Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu og Fisktækniskólann varðandi nám í Fisktækni fyrir starfsfólk Skinneyjar – Þinganess á Hornafirði. Nemendur

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 weeks ago

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

11 CommentsComment on Facebook

Ekkert hljóð

Vona að þið takið upp þannig að það verði hægt að horfa með hljóði síðar.

Hljóðið vantar ennþá ...

Load More

2 weeks ago

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

Minnum á afmælið okkar í dag kl. 14. ... See MoreSee Less

Minnum á afmælið okkar í dag kl. 14.
Load more