Fréttir og tilkynningar

Fraedslunetid utskrift2018 3

Útskriftir vorið 2018

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Meira...
Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu

Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk

Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu
Lilja Össurardóttir skrifar:
,,Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land.
Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.
Meira...
Elva Svanhildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri Fræðmiðstöðvar Vestfjarða

Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð

Elva Svanhildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri Fræðmiðstöðvar Vestfjarða
Elfa Svanhildur Hermannsdóttir skrifar:
,,Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.

Menntunin til fólksins

Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.

Meira...
Þráinsdóttir hjá Farskólanum.

Það virkar vel að meta raunfærni fólks

Þráinsdóttir hjá Farskólanum.
Bryndís Þráinsdóttir skrifar:
“Við erum alltaf að læra. Á hverjum einasta degi söfnum við í sarpinn fjölbreyttri reynslu sem nýtist okkur bæði í leik og starfi. Lífsreynslu okkar fáum við í gegnum fjölskyldulíf, starfið okkar, tómstundir og úr námi, bæði formlegu og óformlegu. Þessi samanlagða reynsla okkar er kölluð raunfærni.
Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Íslenskunám á Klaustri

Íslenska 1 & 2 staðnám — uppfrifjun og grunnnámskeið fyrir byrjendur.
20 klst. í janúar–febrúar með Maríu Rúnarsdóttur.
Hefst 12. janúar.

Í boði:
• Íslenska 1 & 2 – staðnám
• Íslenska 2 A1.2 – online
• Íslenska 3 B1.1 – online
• Íslenska 4 B1.2 – online
• Íslenska 5 C1.1 – online

Skráning: fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/


Icelandic courses in Kirkjubæjarklaustur

Icelandic 1 & 2 classroom refresher for beginners and those wanting stronger fundamentals.
20 hours, January–February. Starts 12 January.

Courses available:
• Icelandic 1 & 2 – classroom
• Icelandic 2 A1.2 – online
• Icelandic 3 B1.1 – online
• Icelandic 4 B1.2 – online
• Icelandic 5 C1.1 – online

Register at fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/
... See MoreSee Less

Íslenskunám á Kla
View Comments likes Like 1 Comments: 0 Shares: 0

Íslenskunám í Hofgarði

Íslenska 1 A1.1 staðnám hefst 19. janúar. Fullkomið fyrir þá sem vilja byrja frá grunni. Online framhaldsáfangar eru einnig í boði.

Í boði:
• Íslenska 1 A1.1 – staðnám
• Íslenska 2 A1.2 – online
• Íslenska 3 B1.1 – online
• Íslenska 4 B1.2 – online
• Íslenska 5 C1.1 – online

Skráning: fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/

Icelandic courses in Hofgarður
The Icelandic 1 A1.1 classroom course begins on 19 January — perfect for beginners. Online courses at higher levels are also available.

Courses available:
• Icelandic 1 A1.1 – classroom
• Icelandic 2 A1.2 – online
• Icelandic 3 B1.1 – online
• Icelandic 4 B1.2 – online
• Icelandic 5 C1.1 – online

Register at fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/
... See MoreSee Less

Íslenskunám í Hof
View Comments likes Like 0 Comments: 0 Shares: 0

Lærum íslensku á Höfn

Íslenska 1 A1.1 staðnám í Nýheimum — fullkomið fyrir byrjendur. Online framhaldsáfangar í boði fyrir þá sem vilja sveigjanleika.

Í boði:
• Íslenska 1 A1.1 – staðnám
• Íslenska 2 A1.2 – online
• Íslenska 3 B1.1 – online
• Íslenska 4 B1.2 – online
• Íslenska 5 C1.1 – online

Skráning: fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/

Learn Icelandic in Höfn

The Icelandic 1 A1.1 classroom course is ideal for beginners. Additional online levels are available for continued study.

Courses available:
• Icelandic 1 A1.1 – classroom
• Icelandic 2 A1.2 – online
• Icelandic 3 B1.1 – online
• Icelandic 4 B1.2 – online
• Icelandic 5 C1.1 – online

Register at fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/

#íslenska
#íslenskunám
#learnicelandic
#suðurland
#fræðslunetið
... See MoreSee Less

Lærum íslensku á
View Comments likes Like 0 Comments: 0 Shares: 1

Fræðslunet Suðurlands sendir nemendum, samstarfsaðilum og vinum jólakveðjur og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

Skrifstofan lokar frá og með 23. des til 1. janúar.
... See MoreSee Less

Fræðslunet Suðurl
View Comments likes Like 3 Comments: 0 Shares: 0

Icelandic Language Course – Hvolsvöllur
Start Date: January 12, 2026
Instructor: Lea Birna Lárusdóttir
Join our A1.2 Icelandic course in Hvolsvöllur! Classes are held twice a week, Mondays and Wednesdays, from 16:30 to 18:30.

This course is ideal for:
• Learners who have completed A1.1, or
• Individuals living in Iceland with a basic understanding of the language (A1.1 is not required).

Why join?
✔ Build a strong foundation in Icelandic
✔ Receive an official certificate upon completion
✔ Improve your language skills for job applications

Additional benefit: Trade unions will reimburse part of the course fee.

Already have a basic knowledge of Icelandic? Explore our online courses on our website! fraedslunetid.is/icelandic-courses-level-2-islenska-2/
... See MoreSee Less

Icelandic Language C
View Comments likes Like 2 Comments: 0 Shares: 0

Íslenskunám í Vík

Staðnámsáfangar í Íslenska 2 og Íslenska 3 hefjast 12. janúar í Kötlusetri. Online áfangar eru einnig í boði.

Í boði:
• Íslenska 2 A1.2 – staðnám
• Íslenska 3 B1.1 – staðnám
• Íslenska 2 A1.2 – online
• Íslenska 3 B1.1 – online
• Íslenska 4 B1.2 – online
• Íslenska 5 C1.1 – online

Skráning: fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/

Icelandic courses in Vík

Classroom courses for Icelandic 2 and 3 begin on 12 January at Kötlusetur. Online courses are available at multiple levels.

Courses available:
• Icelandic 2 A1.2 – classroom
• Icelandic 3 B1.1 – classroom
• Icelandic 2 A1.2 – online
• Icelandic 3 B1.1 – online
• Icelandic 4 B1.2 – online
• Icelandic 5 C1.1 – online

Register at fraedslunetid.is/islenska-fyrir-utlendinga-2/
... See MoreSee Less

Íslenskunám í Ví
View Comments likes Like 0 Comments: 0 Shares: 0
Load more