Fréttir og tilkynningar

Nýjungar í námi byggðar á traustum grunni

Námsframboð haustannar af einingabæru námi hjá Fræðslunetinu hefur sjaldan verið eins fjölbreytt og nú í haust. Alls er boðið upp á sex mismunandi námsbrautir og eru þær kenndar ýmist í dreif- og/eða staðnámi.  Hér ná nefna námsbrautir eins og Grunmenntaskóla, Menntastoðir og Sölu- markaðs- og rekstrarnám. Einnig fór af stað í september sl. nám í svæðisleiðsögn í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Námsmenn koma víða að af Suðurlandi enda er starfssvæði Fræðslunetsins víðfeðmt, eða allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði.

Meira...

Náms- og starfsráðgjöf er allt í senn – fræðandi, græðandi og leiðbeinandi

Um þessar mundir fagnar Félag náms- og stafsráðgjafa 35 ára afmæli en þann 20. október síðastliðinn voru 10 ár síðan haldið var fyrst uppá dag náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Á síðasta ári voru 25 ár síðan námsbraut náms- og starfsráðgjafar var stofnuð við Háskóla Íslands. 
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu svo sem með börnum og unglingum í grunn- og framhaldsskólum, með fullorðnum á háskólastigi og í símenntunarmiðstöðvum. Einnig starfa náms- og starfsráðgjafar við fræðslustörf og stjórnun hjá einkafyrirtækjum. Hér á Suðurlandi starfa um það bil 15 náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum og hjá Fræðslunetinu-símenntun á Suðurlandi.
 
Meira...
Áhugasamir nemar í Rangárþingi ytra mættu á opnunina.

Nýtt námsver opnað á Hellu

Þann 29. ágúst sl., var  nýtt námsver á Hellu formlega opnað. Það er á jarðhæð í Miðjunni þar sem áður voru fundarsalir sveitarfélagsins.  Gengið er

Meira...

Námsver í Nýheimum á Höfn

Námsverið í Nýheimum á Höfn Umsjón með námsveri á Höfn í Nýheimum, hefur Anna Ragnarsdóttir Pedersen, sími 5602028, netfang: annapedersen@fraedslunet.is Hægt er að panta tíma

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Load more