Fréttir og tilkynningar

Starfsmannabreytingar hjá Fræðslunetinu

Starfsmannabreytingar verða hjá Fræðslunetinu í upphafi haustannar.  Margrét Gauja Magnúsdóttir verkefnastjóri sem var í 50% stöðuhlutfalli á Höfn hefur látið af störfum.  Eyrún Guðmundsdóttir verkefnastjóri

Meira...
Í starfsþjálfun á námskeiðinu Tækifæri í ferðaþjónustu

Tækifæri í ferðaþjónustu – nýtt nám á Suðurlandi

Í starfsþjálfun á námskeiðinu Tækifæri í ferðaþjónustu
Í vor lauk viðamiklu þróunarverkefni hjá Fræðslunetinu sem snýst um að þróa og tilraunakenna nám, undir heitinu Tækifæri í ferðaþjónustu, fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu og þá sem hafa áhuga á starfi í greininni.
Verkefnið er samstarf Fræðslunetsins – símenntunar á Suðurlandi, Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi,  Fjölbrautabrautaskóla Suðurlands, Vinnumálastofnunar Suðurlandi,  Verslunarmannafélags Suðurlands og þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Fræðslusjóður veitti styrk til verkefnisins.
Við undirbúning og skipulagningu námsins var leitað samstarfs við fyrirtæki og þjónustuaðila á öllu starfssvæði Fræðslunetsins sem nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri. Send var könnun til tæplega 100 aðila sem brugðust vel við og einnig voru fyrirtæki í Árnessýslu boðuð til fundar til nánara samstarfs svo námið mætti gagnast sem best, bæði vinnustöðum og þátttakendum.
Meira...

Nýr vefur

Fræðslunetið er nú að taka í notkun nýjan vef. Það getur tekið nokkra daga að ljúka við vinnu við vefinn og eru notendur beðnir velvirðingar

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Load more