Search
Close this search box.

Fréttir og tilkynningar

Myndir frá útskriftardegi 4. júní

Það var ánægjuleg stund þegar hópur námsmanna var útskrifaður fyrr í vor, eða þann 4. júní sl.  Þá voru námsmenn útskrifaðir af leikskóla- og stuðningfulltrúabrú sem er starfsréttindanám. Einnig voru námsmenn útskrifaðir úr Námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum og Skrefinu. Þá var útskrifað úr raunfærnimati á garðyrkjubraut.

Á vorönn luku 719 námsmenn námi eða námskeiðum af einhverju tagi, 176 karlar og 543 konur. Alls voru námskeið og námsbrautir 86. Nemendastundir voru 25.622. Samanborið við vorönn 2014 er námsmannafjöldi minni en nemendastundir fleiri, þá voru námsmenn sem luku námi 781 en nemendastundir 23.491. Alls voru þá haldin 87 námskeið.

5

Útskrifarnemar af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú.

Meira...

Næsta skref – nýr upplýsingavefur

næsta skref 2 2

Nýr upplýsingavefur sem ber heitið Næsta skref hefur verið opnaður. Markmið vefsins er að veita einstaklingum upplýsingar og aðgengi að ráðgjöf um störf á íslenskum vinnumarkaði, námsframboð þeim tengdum og raunfærnimatsleiðir. Skoða vefinn.

Það eru Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) og Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (SÆNS) sem hafa unnið sameiginlega að þróun vefsins í samráði og samstarfi við ýmsa hagsmunaaðila, s.s. starfsgreinaráð, fagfélög og fræðsluaðila.

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetisins eru komnar nokkrar myndir frá starfinu í gegnum tíðina á vefinn okkar. Það er hægt að skoð myndirnar hér: fraedslunetid.is/25-ara-afmaeli-fraedslunetsins/ ... See MoreSee Less

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetisins eru komnar nokkrar myndir frá starfinu í gegnum tíðina á vefinn okkar. Það er hægt að skoð myndirnar hér: https://fraedslunetid.is/25-ara-afmaeli-fraedslunetsins/
1 day ago

Fræðslunetið 25 ára Nov 7, 1:45pmÍ tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

... See MoreSee Less

Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður haldin afmælisveisla þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar ,,Að ná árangri“. Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið uppá afmæliskaffi. Veislan fer fram í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Það eru allir boðnir velkomnir.

Fyrir 5 árum skrifaði Ásmundur Sverrir Pálsson sögu Fræðslunetsins og er hún aðgengileg hér: fraedslunetid.is/wp-content/uploads/2023/08/Fraedslunetid_Voxturogvidgangur_191118EH-lokaskjal.pdf
... See MoreSee Less

Á þessu ári er Fræðslunetið 25 ára. Það var stofnað á degi símenntunar þann 28. ágúst 1999. Í tilefni tímamótanna verður haldin afmælisveisla þann 7. nóvember kl. 14. Afmælið hefst með fræðsluerindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara sem hún kallar ,,Að ná árangri“.  Hún er ásamt fleiru leiðbeinandi í hugrænni frammistöðu. Að erindi loknu verður boðið uppá afmæliskaffi. Veislan fer fram í Fjölheimum, Tryggvagötu 13 á Selfossi. Það eru allir boðnir velkomnir.

Fyrir 5 árum skrifaði Ásmundur Sverrir Pálsson sögu Fræðslunetsins og er hún aðgengileg hér: https://fraedslunetid.is/wp-content/uploads/2023/08/Fraedslunetid_Voxturogvidgangur_191118EH-lokaskjal.pdf
Load more