Fréttir og tilkynningar

Þrjú fengu styrk að þessu sinni

Fimmtudaginn 14. janúar 2021 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölheimum á Selfossi. Að þessu sinni voru aðeins 10 manns viðstaddir vegna sólttvarnaraðgerða en fundinum var jafnframt streymt á netinu og fylgdist á fjórða tug með honum með þeim hætti. Eins og áður heiðraði forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, samkomuna með nærveru sinni.

Að þessu skiptist styrkur sjóðsins milli þriggja styrkþega:

Benedikt Traustason, en hann vinnur að meistararitgerð í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Vistfræði birkis á Suðurlandi og takmarkandi þættir fyrir landnám þess. Samhliða loftslagsbreytingum hefur sjálfgræðsla birkis aukist en verkefni Benedikts miðar m.a. að því að afla skilnings á því hvaða staðbundnu aðstæður liðka fyrir eða hamla viðgangi og landnámi birkis á Suðurlandi.
Catherine R. Gallagher, en hún vinnur að doktorsverkefni í jarðfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Characterising ice-magma interactions during a shallow subglacial fissure eruption: northern Laki, a case study. Rannsóknin fjallar um samspil íss og kviku í sprungugosi undir þunnri jökulhettu og nýtir sér Skaftáreldana 1783-84 sem vettvangsdæmi. Skilningur á eldvirkni við fyrrnefndar aðstæður er mikilvægur þar sem jöklar hörfa nú æ meir.
Maite Cerezo, en hún vinnur að doktorsverkefni í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Tengsl varpþéttleika, atferlis og stofnstjórnunar hjá spóa. Ein birtingarmynd hnignandi líffjölbreytni er mikil fækkun farfugla, og vega þar þungt eyðing búsvæða af mannavöldum auk loftslagsbreytinga. Sunnlendingar bera ábyrgð á stórum hluta heimsstofns spóans og er þess vænst að rannsóknin geti stutt við vernd spóastofnsins og skyldra tegunda.

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

🤖 ChatGPT FRÁ A TIL Ö

Síðasta námskeið sló í gegn og því höfum við samið við Javelin um að vera með annað námskeið á Hvolsvelli auk framhaldsnámskeiðs.

🔹 Byrjendanámskeið – 26. og 27.nóvember kl: 09-12
🔹 Framhaldsnámskeið – 27.nóvember kl: 13-16

👉Nánari upplýsingar og skráning er hér:
Byrjendur: fraedslunetid.is/chatgpt-fra-a-o-byrjendanamskeid
Framhald: fraedslunetid.is/chatgpt-fra-a-o-framhaldsnamskeid

Lærðu að nýta gervigreindina ChatGPT á einfaldan og hagnýtan hátt.
... See MoreSee Less

🤖 ChatGPT FRÁ A TIL Ö

Síðasta námskeið sló í gegn og því höfum við samið við Javelin um að vera með annað námskeið á Hvolsvelli auk framhaldsnámskeiðs.

🔹 Byrjendanámskeið – 26. og 27.nóvember kl: 09-12
🔹 Framhaldsnámskeið – 27.nóvember kl: 13-16

 👉Nánari upplýsingar og skráning er hér:
Byrjendur: fraedslunetid.is/chatgpt-fra-a-o-byrjendanamskeid
Framhald: fraedslunetid.is/chatgpt-fra-a-o-framhaldsnamskeid

 Lærðu að nýta gervigreindina ChatGPT á einfaldan og hagnýtan hátt.

Námskeið í að stofna og reka fyrirtæki!

📍 4. & 11. nóvember í Fjölheimum á Selfossi (á íslensku)
📍 5. & 12. nóvember í Fjölheimum á Selfossi (á ensku)

Farið verður yfir stofnun og skráningu fyrirtækja, félagaform og lögformleg atriði, hvenær, hvar og hvernig er það gert. Þá verður fjallað um grunnatriði varðandi fjárhag, bókhald og skattaumhverfi fyrirtækja, eins og virðisaukaskatt.
Leiðbeinandi er Bryndís Sigurðardóttir hefur áratuga langa reynslu af bókhaldi og rekstartölum og leggur áherslu á einfalda verkferla þar sem bókhald er notað til að betrumbæta rekstur og auðvelda vinnu í skattaumhverfi fyrirtækja.

Námskeiðið er niðurgreitt af Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - SASS
Verð er 29.900 og skráning fer fram hér 👇

Á íslensku: umsokn.inna.is/#!/login/1181/709355

Á ensku: umsokn.inna.is/#!/login/1181/709356

Skráningarfrestur er til 24. okt
... See MoreSee Less

Námskeið í að stofna og reka fyrirtæki! 

📍 4. & 11. nóvember í Fjölheimum á Selfossi (á íslensku)
📍 5. & 12. nóvember í Fjölheimum á Selfossi (á ensku)

Farið verður yfir stofnun og skráningu fyrirtækja, félagaform og lögformleg atriði, hvenær, hvar og hvernig er það gert. Þá verður fjallað um grunnatriði varðandi fjárhag, bókhald og skattaumhverfi fyrirtækja, eins og virðisaukaskatt.
Leiðbeinandi er Bryndís Sigurðardóttir hefur áratuga langa reynslu af bókhaldi og rekstartölum og leggur áherslu á einfalda verkferla þar sem bókhald er notað til að betrumbæta rekstur og auðvelda vinnu í skattaumhverfi fyrirtækja.

Námskeiðið er niðurgreitt af Samtök sunnlenskra sveitarfélaga - SASS 
Verð er 29.900 og skráning fer fram hér 👇

Á íslensku: https://umsokn.inna.is/#!/login/1181/709355 

Á ensku: https://umsokn.inna.is/#!/login/1181/709356

Skráningarfrestur er til 24. okt

📚 Icelandic Course in Kirkjubæjarklaustur – Postponed

The Icelandic 1 course in Kirkjubæjarklaustur has been postponed until October 28th.

- Time: 17:00–19:00
- Location: Kirkjubæjarstofa

The course is for beginners and adapts to each participant’s level to support progress in Icelandic.

👉 Registration: fraedslunetid.is/icelandic-courses-level-one

📚 Íslenskunámskeið í Kirkjubæjarklaustri – Frestað

Íslenska 1 námskeiðið í Kirkjubæjarklaustri hefur verið frestað til 28. október.

- Tími: 17:00–19:00
- Staðsetning: Kirkjubæjarstofa

Námskeiðið er ætlað byrjendum og aðlagast hverjum þátttakanda þannig að allir fái sem mest út úr náminu.

👉 Skráning: fraedslunetid.is/icelandic-courses-level-one
... See MoreSee Less

📚 Icelandic Course in Kirkjubæjarklaustur – Postponed

The Icelandic 1 course in Kirkjubæjarklaustur has been postponed until October 28th.

- Time: 17:00–19:00
- Location: Kirkjubæjarstofa

The course is for beginners and adapts to each participant’s level to support progress in Icelandic.

👉 Registration: fraedslunetid.is/icelandic-courses-level-one

📚 Íslenskunámskeið í Kirkjubæjarklaustri – Frestað

Íslenska 1 námskeiðið í Kirkjubæjarklaustri hefur verið frestað til 28. október.

- Tími: 17:00–19:00
- Staðsetning: Kirkjubæjarstofa

Námskeiðið er ætlað byrjendum og aðlagast hverjum þátttakanda þannig að allir fái sem mest út úr náminu.

👉 Skráning: fraedslunetid.is/icelandic-courses-level-one
Load more

HÉR ERUM VIÐ

  • Tryggvagata 13 |  800 Selfoss | s. 560 2030
  • Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur | s. 560 2038
  • Nýheimar Litlubrú 2 | 780 Höfn | s. 560 2039

Afgreiðslutími Skrifstofu

Mánudagur til fimmtudags: 09:00-16:00
Föstudagur: 09:00-15:00
Laugardagur og sunnudagur: Lokað

©2023 Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi | Tryggvagötu 13 800 Selfoss | sími: 560 2030 | fraedslunet@fraedslunet.is | kt. 641199-2579 

Námskeið í að stofna og reka fyrirtæki

Farið verður yfir stofnun og skráningu fyrirtækja, félagaform og lögformleg atriði — hvenær, hvar og hvernig það er gert. Einnig verður fjallað um helstu atriði varðandi fjárhag, bókhald og skattaumhverfi fyrirtækja, svo sem virðisaukaskatt.