Search
Close this search box.

Fréttir og tilkynningar

Fraedslunetid utskrift2018 3

Útskriftir vorið 2018

Fræðslunetið hefur á undanförnum vikum útskrifað 114 námsmenn af 7 námsbrautum og úr nokkrum greinum raunfærnimats. Námið er mismunandi langt allt frá nokkrum vikum til tveggja ára eins og t.d. brúarnám. Námið má meta til eininga á framhaldsskólastigi og er því það sem kallað er formlegt nám. 

Í vetur hefur Fræðslunetið að auki haldið fjölda námskeiða fyrir fyrirtæki og stofnanir og íslenskunámskeið fyrir útlendinga er stór þáttur í starfseminni. Helsti vaxtabroddurinn er þjónusta við fyrirtæki, einkum í ferðaþjónustu og greining fræðsluþarfa hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. 

Við erum afar stolt af öllum okkar námsmönnum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Hér fylgja nokkrar myndir af útskriftarhópunum í vor. 

Meira...
Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu

Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk

Lilja Össurardóttir, verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu
Lilja Össurardóttir skrifar:
,,Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land.
Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.
Meira...
Elva Svanhildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri Fræðmiðstöðvar Vestfjarða

Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð

Elva Svanhildur Hermannsdóttir framkvæmdastjóri Fræðmiðstöðvar Vestfjarða
Elfa Svanhildur Hermannsdóttir skrifar:
,,Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.

Menntunin til fólksins

Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.

Meira...
Þráinsdóttir hjá Farskólanum.

Það virkar vel að meta raunfærni fólks

Þráinsdóttir hjá Farskólanum.
Bryndís Þráinsdóttir skrifar:
“Við erum alltaf að læra. Á hverjum einasta degi söfnum við í sarpinn fjölbreyttri reynslu sem nýtist okkur bæði í leik og starfi. Lífsreynslu okkar fáum við í gegnum fjölskyldulíf, starfið okkar, tómstundir og úr námi, bæði formlegu og óformlegu. Þessi samanlagða reynsla okkar er kölluð raunfærni.
Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 weeks ago

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

11 CommentsComment on Facebook

Ekkert hljóð

Vona að þið takið upp þannig að það verði hægt að horfa með hljóði síðar.

Hljóðið vantar ennþá ...

Load More

2 weeks ago

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

Minnum á afmælið okkar í dag kl. 14. ... See MoreSee Less

Minnum á afmælið okkar í dag kl. 14.
Load more