Fréttir og tilkynningar

Valgeir Blöndal Magnússon

Símenntun og atvinnulífið

Valgeir Blöndal Magnússon
Valgeir B. Magnússon skrifar:
“Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.
Meira...

Stórt og mikilvægt verkefni

Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis

Guðjónína Sæmundsdóttir formaður Kvasis, samtaka símenntunarmiðstöðva skrifar:
Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“
Þetta eru fullkomlega eðlilegar spurningar. Það gleðilega er að nær undantekningalaust er fólk sem lætur verða af því að sækja sér aukna þekkingu fullt þakklætis fyrir að hafa tekið skrefið. Það er líka ánægjulegt að í fjölmörgum tilfellum er þetta skref aðeins rifa á glugga inn í heim tækifæra sem fólk nýtir sér síðan í framhaldinu.
Meira...
Námsmennirnir við útskriftina ásamt Gunnlaugi Dan, kennara og Stefáni Ólafssyni, prófdómara.

Luku prófi í smáskiparéttindum

Í vetur hefur Fræðslunetið verið í samstarfi við Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu og Fisktækniskólann varðandi nám í Fisktækni fyrir starfsfólk Skinneyjar – Þinganess á Hornafirði. Nemendur

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi leitar að metnaðarfullum verkefnastjóra til að starfa á starfsstöð Fræðslunetsins á Selfossi.

Um er að ræða fullt stöðugildi, sem skiptist þannig að 75% snýr að verkefnastjórnun í fræðslu fatlaðs fólks og 25% í verkefnastjórnun almennt í fullorðinsfræðslu.
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025.

Nánari upplýsingar hér:
alfred.is/starf/verkefnastjori-i-fullordinsfraedslu-fatlads-folks-og-fleira
... See MoreSee Less

🎉 Gleðilega páska! 🐣🌷

Fræðslunetið óskar öllum nemendum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu gleðilega páska og hlýja vorstrauma!

📌 Athugið!
Við verðum með lokað frá skírdag, fimmtudeginum 17. apríl, til og með mánudeginum 21. apríl.
Við opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl.

Njótið hátíðanna með fjölskyldu og vinum 💛

– Fræðslunetið | Símenntun á Suðurlandi
... See MoreSee Less

🎉 Gleðilega páska! 🐣🌷

Fræðslunetið óskar öllum nemendum, samstarfsaðilum og samfélaginu öllu gleðilega páska og hlýja vorstrauma!

📌 Athugið!
Við verðum með lokað frá skírdag, fimmtudeginum 17. apríl, til og með mánudeginum 21. apríl.
Við opnum aftur þriðjudaginn 22. apríl.

Njótið hátíðanna með fjölskyldu og vinum 💛

– Fræðslunetið | Símenntun á Suðurlandi

🎓 Kynningarfundur á Háskólabrú Keilis – Leiðin þín að háskólanámi!

Langar þig að hefja háskólanám, en vantar réttindi eða undirstöðu?
Komdu á kynningarfund um Háskólabrú Keilis og kynntu þér hvernig námið getur opnað dyr að framtíðinni 📖✨

📅 Mánudagur 29. apríl
🕠 Kl. 17:30
📍 Fræðslunetið – Fjölheimar, Tryggvagata 13, Selfoss

Við bjóðum þér hjartanlega velkomin á fundinn – opið öllum sem hafa áhuga á að hefja nám!

➡️ Nánari upplýsingar: www.fraedslunetid.is
... See MoreSee Less

🎓 Kynningarfundur á Háskólabrú Keilis – Leiðin þín að háskólanámi!

Langar þig að hefja háskólanám, en vantar réttindi eða undirstöðu?
Komdu á kynningarfund um Háskólabrú Keilis og kynntu þér hvernig námið getur opnað dyr að framtíðinni 📖✨

📅 Mánudagur 29. apríl
🕠 Kl. 17:30
📍 Fræðslunetið – Fjölheimar, Tryggvagata 13, Selfoss

Við bjóðum þér hjartanlega velkomin á fundinn – opið öllum sem hafa áhuga á að hefja nám!

➡️ Nánari upplýsingar: www.fraedslunetid.is

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi
... See MoreSee Less

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 https://www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi
Load more