Fréttir og tilkynningar

Þrjú fengu styrk að þessu sinni

Fimmtudaginn 14. janúar 2021 var haldinn hátíðarfundur Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands í Fjölheimum á Selfossi. Að þessu sinni voru aðeins 10 manns viðstaddir vegna sólttvarnaraðgerða en fundinum var jafnframt streymt á netinu og fylgdist á fjórða tug með honum með þeim hætti. Eins og áður heiðraði forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, samkomuna með nærveru sinni.

Að þessu skiptist styrkur sjóðsins milli þriggja styrkþega:

Benedikt Traustason, en hann vinnur að meistararitgerð í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Vistfræði birkis á Suðurlandi og takmarkandi þættir fyrir landnám þess. Samhliða loftslagsbreytingum hefur sjálfgræðsla birkis aukist en verkefni Benedikts miðar m.a. að því að afla skilnings á því hvaða staðbundnu aðstæður liðka fyrir eða hamla viðgangi og landnámi birkis á Suðurlandi.
Catherine R. Gallagher, en hún vinnur að doktorsverkefni í jarðfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Characterising ice-magma interactions during a shallow subglacial fissure eruption: northern Laki, a case study. Rannsóknin fjallar um samspil íss og kviku í sprungugosi undir þunnri jökulhettu og nýtir sér Skaftáreldana 1783-84 sem vettvangsdæmi. Skilningur á eldvirkni við fyrrnefndar aðstæður er mikilvægur þar sem jöklar hörfa nú æ meir.
Maite Cerezo, en hún vinnur að doktorsverkefni í líffræði við Háskóla Íslands. Verkefnið nefnist Tengsl varpþéttleika, atferlis og stofnstjórnunar hjá spóa. Ein birtingarmynd hnignandi líffjölbreytni er mikil fækkun farfugla, og vega þar þungt eyðing búsvæða af mannavöldum auk loftslagsbreytinga. Sunnlendingar bera ábyrgð á stórum hluta heimsstofns spóans og er þess vænst að rannsóknin geti stutt við vernd spóastofnsins og skyldra tegunda.

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi
... See MoreSee Less

📣 Frétt um íslenskunámskeið Fræðslunetsins á Vísi!
Við erum stolt af því að geta boðið úkraínska þátttakendur velkomna í íslenskunám á Selfossi.

➡️ Lesa nánar:
🔗 https://www.visir.is/g/20252710797d/32-ukrainubuar-a-islenskunamskeid-a-selfossi

📍 Náms- og starfsráðgjöf á Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslunetinu, verður til viðtals á Höfn (í Nýheimum) í byrjun apríl:

🗓 1. apríl kl. 13:30 – 15:30
🗓 2. apríl kl. 8:30 – 11:00

Viðtal er gjaldfrjálst, en nauðsynlegt er að panta tíma:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

Ef þú ert að íhuga nám eða breytingu á starfsvettvangi er viðtal við ráðgjafa frábær byrjun.

📍 Educational and Career Guidance in Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, career counselor at Fræðslunetið, will be available for appointments at Nýheimar in Höfn:

🗓 April 1st from 13:30 – 15:30
🗓 April 2nd from 8:30 – 11:00

The counseling is free of charge, but appointments must be booked:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

If you are considering studying or changing your career path, a conversation with a counselor is a great first step.
... See MoreSee Less

📍 Náms- og starfsráðgjöf á Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Fræðslunetinu, verður til viðtals á Höfn (í Nýheimum) í byrjun apríl:

🗓 1. apríl kl. 13:30 – 15:30
🗓 2. apríl kl. 8:30 – 11:00

Viðtal er gjaldfrjálst, en nauðsynlegt er að panta tíma:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

Ef þú ert að íhuga nám eða breytingu á starfsvettvangi er viðtal við ráðgjafa frábær byrjun.

📍 Educational and Career Guidance in Höfn

Eydís Katla Guðmundsdóttir, career counselor at Fræðslunetið, will be available for appointments at Nýheimar in Höfn:

🗓 April 1st from 13:30 – 15:30
🗓 April 2nd from 8:30 – 11:00

The counseling is free of charge, but appointments must be booked:
📧 eydis@fraedslunet.is
📞 560 2030

If you are considering studying or changing your career path, a conversation with a counselor is a great first step.Image attachment
Load more