Search
Close this search box.

Fréttir og tilkynningar

Nýjungar í námi byggðar á traustum grunni

Námsframboð haustannar af einingabæru námi hjá Fræðslunetinu hefur sjaldan verið eins fjölbreytt og nú í haust. Alls er boðið upp á sex mismunandi námsbrautir og eru þær kenndar ýmist í dreif- og/eða staðnámi.  Hér ná nefna námsbrautir eins og Grunmenntaskóla, Menntastoðir og Sölu- markaðs- og rekstrarnám. Einnig fór af stað í september sl. nám í svæðisleiðsögn í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi. Námsmenn koma víða að af Suðurlandi enda er starfssvæði Fræðslunetsins víðfeðmt, eða allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði.

Meira...

Náms- og starfsráðgjöf er allt í senn – fræðandi, græðandi og leiðbeinandi

Um þessar mundir fagnar Félag náms- og stafsráðgjafa 35 ára afmæli en þann 20. október síðastliðinn voru 10 ár síðan haldið var fyrst uppá dag náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Á síðasta ári voru 25 ár síðan námsbraut náms- og starfsráðgjafar var stofnuð við Háskóla Íslands. 
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu svo sem með börnum og unglingum í grunn- og framhaldsskólum, með fullorðnum á háskólastigi og í símenntunarmiðstöðvum. Einnig starfa náms- og starfsráðgjafar við fræðslustörf og stjórnun hjá einkafyrirtækjum. Hér á Suðurlandi starfa um það bil 15 náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum og hjá Fræðslunetinu-símenntun á Suðurlandi.
 
Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
2 weeks ago

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

11 CommentsComment on Facebook

Ekkert hljóð

Vona að þið takið upp þannig að það verði hægt að horfa með hljóði síðar.

Hljóðið vantar ennþá ...

Load More

2 weeks ago

Í tilefni af 25 ára afmæli Fræðslunetsins verður boðið til afmælisfundar fimmtudaginn 7. nóvember kl. 14 í Fjölheimum á Selfossi og í beinu streymi á FB.
Atburðurinn hefst með erindi Ásdísar Hjálmsdóttur Ólympíufara „Náðu árangri“. Að erindinu loknu verður gestum boðið í afmæliskaffi.
... See MoreSee Less

Minnum á afmælið okkar í dag kl. 14. ... See MoreSee Less

Minnum á afmælið okkar í dag kl. 14.
Load more