Search
Close this search box.

Fréttir og tilkynningar

Hópurinn sem hlaut viðurkenningu

Guðrún Fjóla hlaut viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna

Hópurinn sem hlaut viðurkenningu

Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir hlaut á ársfundi atvinnulífsins viðurkenningu sem fyrirmynd í námi fullorðinna. Hún hóf nám í Grunnmenntaskóla hjá Fræðslunetinu haustið 2009 og hefur í dag lokið námi sem sjúkraliði og starfar sem slík við heimahjúkrun.

Guðrún Fjóla er 37 ára. 18 ár liðu frá því að hún lauk grunnskóla þar til að hún tók þráðinn upp að nýju.  Hún hafði glímt við mikið þunglyndi, kvíða og brotið sjálfstraust. Guðrún fékk sendan bækling um námsframboðið hjá Fræðslunetinu og eftir mikla hvatningu frá fjölskyldu sinni leitaði hún sér frekari upplýsinga og skráð sig í Grunnmenntaskólann sem hún lauk með mjög góðum árangri.  Að því loknu sótti hún Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, í kjölfar þess nýtti hún sér aðstoð námsráðgjafa og hóf nám á Sjúkraliðabraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands.  

Við hjá Fræðslunetinu erum afar stolt af Guðrúnu og óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna sem hún er mjög vel að komin. Þetta er í annað sinn sem námsmaður frá Fræðslunetinu hlýtur þessa viðurkenningu.

Meira...
Frá vígslunni

Námsver vígt í Kirkjubæjarstofu

Margt var um manninn þegar nýtt náms – og kennsluver í Kirkjubæjarstofu var opnað með formlegum hætti föstudaginn 1. nóvember sl. Það eru Fræðslunetið og Háskólafélag Suðurlands, í samstarfi við Kirkjubæjarstofu, sem standa að opnun námsversins á Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmdir við náms – og kennsluverið hafa staðið yfir undarnfarnar vikur og mánuði og það er nú tilbúið til notkunar. 

Opnunin er liður í því verkefni Fræðslunetsins og Háskólafélagsins að efla símenntun og framhaldsfræðslu á Suðurlandi sem og að bæta aðgengi fólks að háskólanámi í sinni heimabyggð. Í framtíðinni mun því allt námskeiðahald á vegum Fræðslunetsins og Háskólafélagsins fara fram í Kirkjubæjarstofu og þar er fjarfundarbúnaður félaganna í Skaftárhreppi staðsettur. Í Kirkjubæjarstofu verður einnig aðstaða fyrir nemendur sem stunda fjarnám á háskólastigi og öðrum skólastigum. Það er von aðstandenda verkefnisins að þessi aðstöðusköpun muni reynast samfélaginu vel og verða til þess að efla símenntun íbúanna og bæti aðgengi þeirra að hvers kyns námi. 

Meira...

Námskeiðin í fullum gangi

Hér er mynd frá námskeiðinu Rofar og umhverfisstjórnun. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að finna leiðir með hverjum og einum þátttakanda til þess að hann

Meira...

Facebook póstar

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Laus pláss í Íslensku 2 í Þorlákshöfn! ... See MoreSee Less

Laus pláss í Íslensku 2 í Þorlákshöfn!Image attachment

Íslenska 1 hefst í Reykholti 8. október! ☀️ ... See MoreSee Less

Íslenska 1 hefst í Reykholti 8. október! ☀️Image attachment

Íslenska 4 á Höfn hefst 17. september! ... See MoreSee Less

Íslenska 4 á Höfn hefst 17. september!

Nokkur laus pláss á skyndihjálparnámskeið sem verður þann 11. september næstkomandi á Höfn.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á roslin@fraedslunet.is
... See MoreSee Less

Nokkur laus pláss á skyndihjálparnámskeið sem verður þann 11. september næstkomandi á Höfn.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda tölvupóst á roslin@fraedslunet.is

Íslenska A1 Level 2 á netinu hefst 16. september! ... See MoreSee Less

Íslenska A1 Level 2 á netinu hefst 16. september!Image attachment
Load more